Landráð?
17.7.2009 | 15:11
Úr almennum hegningarlögum:
X. kafli. Landráð.
86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.
Svo má deila um það hvort þetta séu nauðung eða svik, skv. heimildum af þinginu var a.m.k. hótað stjórnarslitum yrði þetta ekki samþykkt. Mér hefur borist til eyrna að verið sé að undirbúa kæru á hendur stjórnvöldum, og verður fróðlegt að fylgjast með hver verður framvindan í því máli.
Íslandi allt!
Búið að sækja um ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Væri ekki vitrænna að lesa Lög og rétt og fleiri fræðibækur sem sýna fram á að hér á þetta ekki við. En það er sakavert að væna um landráð. Að hlaupa í þessa rökholu er aumt.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 15:20
Þessi grein á prýðilega við "alla bankastjórana" og þá sem frömdu meðvitandi svik við íslenska þjóð, sem veldur því að þjóðin er tæknilega séð komin undir erlend efnahagsleg yfirráð.
Fáránlegt að líkja meirihlutasamþykki Alþingis við landráð. Beinlínis móðgun við þá sem eru ekki sömu skoðunar og þú.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 17.7.2009 kl. 15:22
Er sakarvert að velta upp spurningunni? Ég ætla ekki að rökræða hér hvort þetta eigi við, vona bara að dómstólar fái að skera úr um það.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.7.2009 kl. 15:22
Jenný, ég er hjartanlega sammála þér varðandi fjárglæframennina. Ég er ekki að reyna að móðga þá sem eru annarar skoðunar, það er skoðanafrelsi á Íslandi. Varðandi meirihlutasamþykkt Alþingis má benda á að þingmenn hafa allir sem einn svarið þess eið að standa vörð um stjórnarskránna, en samkvæmt henni er Íslands fullvalda og sjálftætt ríki. Brot á stjórnarskrá eru ólögleg, hvort sem það er einn maður eða 33 sem standa á bak við það.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.7.2009 kl. 15:27
Ég legg það til, ef aðildarumsókn okkar verður samþykkt af ESB, að það verði skrifað undir þann samning á sama stað og Kópavogsfundurinn átti sér stað árið 1262. Mér finnst það hæfa málefninu.
Jóhannes A. Levy (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 15:31
Heill og sæll Guðmundur; líka, sem þið önnur, hér á síðu hans !
Gísli og Jenný Stefanía !
Hafið þið ekki tekið eftir; er þorri þingseta Alþingis, samsekir ''útrásar'' himpigimpunum, og eiga því, að dæmast, sem slíkir.
Fólkið það; innan þings - sem utan, ætti ekki að njóta neinnar friðhelgi, hvar það hefir komið okkur; flestum, á slíka vonarvöl, að landsmenn eiga hvergi, að draga af sér, að berja á þessu hyski - í orðanna fyllstu merkingu !!!
Með kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 15:33
Sammála þér Guðmundur, það þarf að láta reyna á þetta.
Tómas Ibsen Halldórsson, 17.7.2009 kl. 15:42
Ég gæti frekar trúað því að þú værir Sólheimaspekingur!
Egill Rúnar Sigurðsson, 17.7.2009 kl. 16:15
Egill, þar búa nú fleiri spekingar en þig gæti grunað. Skoðanasystir þín Jenný segir hér að ofan "Beinlínis móðgun við þá sem eru ekki sömu skoðunar og þú." Ummæli sem þú ættir kannski að velta fyrir þér í stað þess að vera með skítkast. En kannski er það óraunhæft af mér að halda að aðildarsinnar kunni að beita rökum í sínum málflutningi...
Guðmundur Ásgeirsson, 17.7.2009 kl. 16:23
Útrásarpakkið og hjálparmenn þeirra voru og eru LANDRÁÐARMENN !!
Rafn (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 16:38
Sammála því Rafn.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.7.2009 kl. 16:40
Þetta er skemmtileg spurning sem þú setur fram. Það er all öruggt að þetta eigi ekki við, en það er gaman að benda á svona lagað.
Svipað var sagt um ákvörðun Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar um að styðja Íraksstríðið. Þeim datt vitaskuld ekki í hug að þeir væru ekki alvoldugir drottnar Íslands.
Almenn hegningarlög (19/1940)
92. gr. Hver, sem af ásetningi eða gáleysi kunngerir, lýsir eða skýrir óviðkomandi mönnum frá leynilegum hervarnarráðstöfunum, er íslenska ríkið hefur gert, skal sæta fangelsi allt að 10 árum, eða sektum, ef brot er lítilræði eitt.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem af ásetningi eða gáleysi stofnar hlutleysisstöðu íslenska ríkisins í hættu, aðstoðar erlent ríki við skerðingu á hlutleysi þess, eða brýtur bann, sem ríkið hefur sett til verndar hlutleysi sínu.
En sko, það verður að athuga að íslenskur lagabókstafur er ekki það sama og íslensk lög. Góður kunningi minn hefur lengi haldið því fram að Ísland sé lögfræðingaveldi, og það er svolítið til í því. Þegar ákvarðað er fyrir rétti hvað lög þýði, þá er alltaf farið eftir alls kyns fordæmum og hefðum, og reyndar að mínu mati oft á tíðum hreinum geðþótta. Svigrúm dómara til að túlka lög er nánast óendanlegt, enda veit maður aldrei hvernig hlutirnir fara fyrir rétti hérna fyrirfram því maður getur ekkert lesið úr staðreyndunum.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 19:16
Guðmundur:
Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, var einmitt spurð þessarar spurningar í gær og svaraði hún því til að leitað hefði verið til helstu stjórnlagaspekinga landsins til að fá úr þessu skorið. Þú skalt ekki halda að VG hafi ekki reynt að beita þessu fyrir sig til að fresta umsókninni.
Ég treysti helstu stjórnlagaspekingum landsins betur en þér, hvað þetta varðar.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 17.7.2009 kl. 19:50
hvernig nennir þú þessu endemis rugli Guðmundur Ásgeirsson?
Vaknaðu til lífsins, vorið er búið, sumarið langt komið og svo videre,
Skiptu um mynd líka, þú ert einsog gömul kona á myndinni!
g.margret (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 19:55
2. mgr. 91. gr. landráðabálks alm. hegningalaga (leturbr. jvj):
"Sömu refsingu [fangelsi allt að 16 árum] skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin."
Ennfremur, í 4. málslið sömu greinar: "Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með … fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi."
Menn hugsi til feluleiks ráðamanna með Mishcon de Reya-lögfræðiskýrsluna!
Jón Valur Jensson, 17.7.2009 kl. 20:26
Í Íslensku orðabókinni stendur: Landráðamaður: Maður sem svíkur land sitt, föðurlandssvikari
tesco (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 21:58
ESB andstæðingar
Páll Blöndal, 17.7.2009 kl. 22:08
Gísli, ég hef alvarlega verið að hugleiða hvaða orð ESB-andstæðingar leyfa sér að hafa um ESB-sinna. - Þarna skilur á milli fylkinga en mikilvægt erð að hafa í huga að stóryrðin sýna líka hvernig menn umgangast sannleikann og hve marktækir þeir eru.
Spurning hvort ekki þurfi að gera mönnum með réttum hætti grein fyrir alvöru þess að ásaka aðra og oft stóra hópa fólks um „landráð“ og svik og annað í sama stíl?
Helgi Jóhann Hauksson, 17.7.2009 kl. 23:55
Stór orð eru viðeigandi, þegar menn svíkja ættland sitt í tryggðum.
Slíkt kallast ekki "stóryrði", heldur blákaldur sannleikur.
Jón Valur Jensson, 18.7.2009 kl. 00:17
Já, sendum meirihluta Alþingis í fangelsi!
Eruð þið ekki að grínast?
Jón Valur, Guðmundur og Gunnar Rögnvaldsson - haldið áfram á ykkar vegferð, með þessum málflutningi leggið þið okkur ESB sinnum mikið lið!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.7.2009 kl. 00:22
Helgi Jóhann.
En þið hafið samt skarað svo eld að höfði ykkar ESB sinnar að stór hluti þjóðarinnar telur ykkur hörðustu talsmenn þessarar ESB innlimunar ekkert annað en ótýnda landráðamenn.
Jú það er graf alvarlegt mál.
Þið hafið illilega sundrað þjóðinni með ESB rétttrúnaði ykkar og öfgum !
Og þið munuð uppskera eftir því, þó síðar verði !
Gunnlaugur I., 18.7.2009 kl. 00:24
Guðbjörn - heita þeir ekki eitthvað þessir stjórnlagaspekingar sem Jóhanna pantar umsögn frá á kostnað skattborgarana......
Annars er þessi lagatexti sem Guðmundur vitnar til mjög skiljanlegur - það þarf engan túlk á þann texta - nema það sé markmiðið að öfugsnúa honum eitthvað....................
Benedikta E, 18.7.2009 kl. 00:29
Komið þið sæl; á ný !
Páll Blöndal - Helgi Jóhann og Guðbjörn Tollheimtumaður !
Fjarri því; að ég hyggist beina einhverjum þungum orðum, að ykkur; hvar þið eruð léttvæg peð, í Refsskák Jóhönnu kerlingar, og þeirra Steingríms.
Á þau illu hjú; skyldu menn beita þeirri hörðustu orðgnótt, hvar finna má í okkar fornu tungu, enda,............... skjaldborgar hæðni þeirra, hverja íslenzk Alþýða hugði sér ætlaða, var einungis vasaþjófum HRUNSINS, og öðrum innanbúðar gæðingum þeirra ætluð, svo sem.
Þau Jóhanna; minna mig, meir og meir, á Bollagarða hyskið - Settu, og hennar slekti (úr Heiðarbýlinu, eftir Jón Trausta). Svona; viðlíka hvimleiðar persónur - í lygum sínum, sem hræsni.
Með kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 00:48
Menn sem kalla fólk landráðamenn ættu ekki að tala um skítkast, leyfið þessum langdregnu aðildarviðræðum að líða hjá, sjáið hversu ömurlegann samning við fáum og þjóðin hafnar honum. Það er að segja ef við erum yfir höfuð velkomin í ESB, þetta er ekkert að fara að gerast.
Hættið þessu væli, Jón, Óskar og Guðmundur.
"Sannleikur" Jóns Vals er sem fyrr ískaldur svo það nístir innað skinni, refsiglaður handhafi sannleikans og sjálskipaður refsari guðs finnst mér þú Jens vera einn óhugnalegasti maður sem ég rekst á í þessum oft drungalegu bloggheimum, guð blessi þig vinur og vonandi nær hann til þín til að leiðrétta þennann misskilning allann.
Einhver Ágúst, 18.7.2009 kl. 02:35
Komið þið sæl; á ný !
Ágúst Már !
Má vera; að þú sért skuldlítill - eða þá, skuldlaus. Það sama; gildir ekki, um flest okkar hinna, svo mikið er víst.
Því; ættir þú að spara þér gífuryrðin, í garð okkar Jóns og Guðmundar, og væna okkur um ''væl'' , því vita máttu, ágæti drengur, að það kemur að skuldadögum þeirra Jóhönnu - og vonandi fáum við Íslendingar tækifæri til, að hefna okkar; grimmilega, á þessum úrhrakslýð, hver vélað hefir um völd og áhrif, allt of lengi, til stórtjóns, gagnvart landi og fólki og fénaði !!!
Með kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 02:53
Ágúst Már, þú ert sennilega farinn að sjá eftir þessu stóryrta innleggi þínu. En segðu mér annars: Er orðið landráðamaður merkingarlaust í þínum huga? Eða ertu bara andvígur þessum lagagreinum? Heldurðu í alvöru að þetta sé spurning um smekk og tilfinningar og huglægar upphrópanir (sem þú átt raunar sjálfur helzti mikið af)?
Jón Valur Jensson, 18.7.2009 kl. 03:20
Hugtakið "landráðamaður" á ekki bara tilveru í lagamáli, heldur er ekki síður lifandi í siðferðisvitund almennings. Landráðmenn fá því ekki bara dóm fyrir opinberum dómstólum heldur ekki síður fyrir "dómstóli götunnar", sem svo hefur verið nefndur.
Hvort sem svikul Icesave-stjórnin verður dæmd fyrir landráð af opinberum dómstólum eða ekki, mun sagan geyma nöfn þessa fólks og almenningur mun minnast þess sem landráðamanna. Um þessar mundir er fólk að velta fyrir sér hvort ekki bera að taka aftur upp dauðarefsingu í landinu. Væri ekki við hæfi að dauðarefsing lægi við landráðum ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 18.7.2009 kl. 11:31
Landráðamenn eru þeir og vonadi að sem flestir átti sig á svikunum, alltaf munu samt einhverjir verða til að verja hyskið.
Georg P Sveinbjörnsson, 18.7.2009 kl. 13:46
Ef tekin eru saman ýmis ummæli innan og utan þings og þau sett í samhengi er líklegt að ýmis ákvæði x kafla hegningarlaganna gætu átt við um einhverja þingmenn og ráðherra á þessu þingi. Augljósasta dæmið er sennilega þegar Jóhanna Sigurðardóttir tekur Ásmund Daðason á eintal, Ásmundur ríkur heim í fússi. Ásmundur mætir svo í vitöl og segir ekki ætla að láta stjórnast að hótunum í máli er varðar afsal fullveldis landsins en neitar að nafngreina þann sem þetta gerði. Það sér það hver heilvita maður að Jóhanna hlýtur að hafa sagt eitthvað þarna sem stangast á við 86. greinina. Ef þetta færi fyrir dóm og Ásmundur yrði kallaður til vitnis er vandséð hvernig sá dómur gæti endað öðruvísi en með sakfellingu.
Vandinn er hinsvegar sá að það þykir bara sjálfsagt að brjóta lög á íslandi ef það hentar stórum hagsmuna hópum, samanber framsal veiðiheimilda og fleira.
Guðmundur Jónsson, 18.7.2009 kl. 14:04
Ég er bara að benda ykkur vinunum sem eruð svona reiðir á að það er langur vegur frá að við séum kominn inní báknið mikla í Brussel, og þjóðin hefur valdið til að stoppa það samkvæmt reglum sjálfs sambandsins. Ég teeysti þjóðinni til að velja sér framtíð sína og stand utan ESB. Ég tel hinsvegar að það sé best að taka alla þessa þróun þó að harðari andstæðingar en ég séu því ekki sammála, það þarf að fara í gegnum alla möguleika núna og klára þá svo eftir standi ekki loftkenndar ásakanair og upphrópanir öfgamanna. Við förum aldrei inní ESB það fullyrði ég og er að reyna að róa ykkur, svo þið roðnoið ekki egar þið hafið blásið og másað sakandi fólk um svo alvarlega glæpi sem landráð og ýjað að hefndum og nornaveiðum.
Ég tek það fram að ég skulda, ég er enginn engill sem er að dæma aðra að gamni mínu.
Nei mér þykir leitt að tilkynna þér Jón Valur að þó ég hafi notað sterk orð til að lýsa hvernig þú lætur mér líða innanbrjósts þá ber ég engann kala til þín að nokkru leyti þó ég sjái nú lítið eftir orðum mínum hér að ofann. Enda eru þau bara mín skoðun og engann veginn neinn sannleikur né "staðreyndir" bara skoðun eins aums manns útí bæ.
Landráðemnn hafa hér stjórnað þesu landi meira og minna frá fullveldi, (raunar landnámi)kúgarar og glæpamenn hafa hér skotið rótum í kirkju, ríki og fyrirtækjarekstri og spillingin er landlæg og ættgeng. Að hefjst nú hand við að dæma gamla lesbíu og vörubílstjóra úr´þingeyjasýslunni er bara yfirklór og barnalegt, þessar rætur siðleysis okkar liggja mun dýpra og hjá hverju og einu okkar, þarmeðtalið mér. Yfirleitt þegar maður er sem reiðastur er maður reiður við spegilmynd sína og bresti sem maður kannast við í eiginn fari. Þá er gott að leyta guðs og horfa í eiginn barm.
Stjórnarskrá okkar hefur verið virt að vettugi kerfisbundið að Alþingi okkar daglega í þágu flokkanna okkar kæru. Það hefur mér þótt miður en landráð? Ég veit ekki...þetta er nú ekkert nýtt svosem, fangelsi landsins eru yfirfull og ekki einn einasti klefi í byggingu, refsigleði landsmanna er slík að dómar eru hækkaðir en fangaklefum ekkert fjölgað, finnst ykkur það ekkert heimskulegt? Eru ekki aðrir hlutir sem þið getið barsit fyrir?
Stóryrtur? Þyki Jón Val Jenssyni ég vera stóryrtur? Það þykir mér ótrúleg tilhugsun.
Einhver Ágúst, 18.7.2009 kl. 14:42
Mikið eru þessar upphrópanir orðnar þreyttar.
Ég er alls ekki gallharður ESB-sinni en fagna því samt að málið sé komið í þennan farveg. Núna ætla ég að láta af því að lesa blogg hjá misgáfulegum mönnum og bíða þess að geta kynnt mér samninginn þegar hann liggur fyrir.
Hugsið ykkur ef að þetta mál hefði farið í tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu...
...við hefðum þurft að hlusta á endalausar innihaldslausar fullyrðingar um viðsnúning Jóns Sigurðssonar í gröf sinni, landráð eða á hinn veginn, að allt sé svo fallegt og frábært innan ESB.
Nei. Ég fagna þessu og vona að við fáum góðan samning og upplýsingar til að geta sett okkur inní málið. Þangað til mun ég forðast blogg hjá öfgamönnum hvorum megin við línuna sem þeir eru.
Áfram Ísland.
Gestur S. (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 19:41
Það er aumt, að menn hafni þjóðaratkvæðagreiðslu og telji til "rök" eins og þau, hvernig þeir ímynda sér, að umræðan yrði. Gestur S. gerir þar lítið úr þjóð sinni, þegar hann reiknar með versta mögulega ástandi, eins og hún hafi engan þroska til að bera. Væri ekki allt eins hægt að nota slík gervirök gegn því að láta næstu alþingiskosningar fara fram?!
Ágústi var eitthvað illa við, að ég og aðrir tali um landráð, með rökstuddum hætti, vegna þess að mikilvæg skjöl voru falin, og ég vísaði í lagagrein um slíkt. En sjálfur kemur hann svo með órökstudda og stórkarlalega yfirlýsingu, nánast alhæfingu, þegar hann segir: "Landráðmenn hafa hér stjórnað þesu landi meira og minna frá fullveldi, (raunar landnámi)kúgarar og glæpamenn hafa hér skotið rótum í kirkju, ríki og fyrirtækjarekstri og spillingin er landlæg og ættgeng." – Hvor ætli gangi nú lengra, ég eða Ágúst Már?
Jón Valur Jensson, 19.7.2009 kl. 10:10
Margir (aðalleg aðildarsinnar) sem hér hafa ritað athugasemdir virðast hafa misskilið þessa færslu mína, og halda því fram ég sé að hafa í frammi ásakanir um landráð og segja það vera stóralvarlegt af mér. Ég vil aðeins benda þeim á að ég er að velta upp þeirri spurningu hvort þetta kunni að vera landráð. Slíkar vangaveltur eru ekki það sama og ásökun, ekki frekar en ef einhver fer yfir á rauðu ljósi og ég velti því fyrir hvort hann hafi gerst sekur um brot á umferðarlögum. Síðast þegar ég vissi þá ríkir skoðanafresli á Íslandi, og einnig frelsi til að tjá sínar skoðanir á opinberum vettvangi. Hin raunverulega ásökun um landráð verður hinsvegar borin upp við þar til gerða dómstóla eins og reglur réttarríkisins gera ráð fyrir, og eins og áður sagði verður forvitnilegt að fylgjast með hvernig það verður útkljáð.
Varðandi útúrsnúninga á borð við hvort það eigi þá ekki bara "að senda hálft Alþingi í fangelsi", hef ég aðeins eitt að segja við því. Ef í ljós kemur að einhver hópur fólks er sekur um glæp, hvort sem það eru alþingismenn eða skúringakonur, þá á að sjálfsögðu að senda viðkomandi einstaklinga í fangelsi. Þannig eru leikreglur réttarríkisins, en hvernig það eigi svo við í ákveðnum tilvikum er ekki mitt að dæma heldur dómstólanna.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.7.2009 kl. 13:43
Góður Guðmundur, vel mælt...og einmitt fínar vangaveltur.
Ég skildi þig svona í raun, og var bara eitthvað að asnasnt til að svara heldur æstum mönnum sem tóku þessu sem ásökunum til að taka undir.
Jón Valur, láttu þér líða vel í dag, mér þykir vænt um þig vinur.
Einhver Ágúst, 19.7.2009 kl. 17:42
Eins og þú ert nú ágætur Guðmundur, þá hefur það farið fullkomlega framhjá þér, að stjórnmálamenn verða aldrei látnir svara til saka fyrir gjörðir sínar. Ekki frekar en útrásarglæpamenn.
Lögin eru nefnilega skrifuð af fólki sem á allt undir því að þurfa ekki að svara til saka.
Ekki einn íslenskur glæpamaður af æðra kyninu verður dæmdur.
Hver trúir því að Steingrímur J. Sigfússon verði t.d. dæmdur fyrir að kúga út úr mér fé til að greiða IceSlave aðgangseyrinn í ESB fyrir Samspillingu? Nú er það alveg á tæru að ég ber enga ábyrgð IceSlave, en samt ætlar þessir nýðingur að hafa af okkur fjölskyldunni fé.
Nei kæri Guðmundur, Steingrímur finnur einhverjar tilbúnar skýringar á að ég beri ábyrgðina, og lögum skv. þá er það næg réttlæting fyrir glæpinn.
Og fyrir ESB glæpafólkið þá er alveg nóg að koma með innihaldslaust bull um betri hag innan ESB til réttlætingar á sínum glæpum. Hver hefur t.d. séð einhverja marktæka skýringu á því AF HVERJU okkar hag er betur borgið innan ESB? Af hverju þarf t.d. enginn að svara til saka þegar lygar á borð við að kjúklingur verði 70% ódýrari fyrir Íslendinga innan ESB en utan? Jafnvel þó að borðliggjandi sé að kjúklingur er hvergi 70% ódýrari innan ESB en á Íslandi.
Deux (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 22:48
Merkilegar athugasemdir Deux.
Vissulega er það ákveðin óskhyggja að réttlætið nái fram að ganga í öllum málum, þegar þess eru fjölmörg dæmi að það gerir það ekki alltaf. Slík dæmi þekki ég meira að segja einum of vel á mínu eigin skinni. Það gefur samt enga afsökun fyrir að berjast ekki fyrir réttlæti yfir höfuð. Af þessu tilefni verður mér hugsað til orða enska heimspekingsins Edmund Burke: "The only thing necessary for the triumph of evil is for good men to do nothing." Sem ég vil því snúa upp á tilefnið með því að endurorða það: "Óréttlæti getur aðeins sigrað ef góðir menn standa hjá aðgerðalausir".
Guðmundur Ásgeirsson, 20.7.2009 kl. 03:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.