Vér mótmælum!
16.7.2009 | 16:14
Í dag samþykkti Alþingi að fela ríkisstjórn Íslands að leggja inn umsókn um afsal þess fullveldis sem Íslendingar börðust svo lengi fyrir. Þetta er svartur dagur í sögu þings og þjóðar.
Hef ekki fleiri orð að sinni. Samúðarkveðjur til Íslendinga nær og fjær.
Samþykkt að senda inn umsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:16 | Facebook
Athugasemdir
Geymið nöfn þjóðníðinganna sem samþykktu þennan gjörning og strikið út í næstu kosningum !
Ísleifur Gíslason, 16.7.2009 kl. 16:50
Mér skilst að það sé kæra í uppsiglingu, fyrir stjórnarskrárbrot sem felst í því að sækja um afsal fullveldis. Það verður forvitnilegt að fylgjast með hvernig því máli reiðir af.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.7.2009 kl. 18:16
Já, geymið nöfn og safn af myndum og vídeóum fyrir útan alþingi.
http://www.youtube.com/watch?v=zNjz3296WUU
Andrés.si, 16.7.2009 kl. 18:48
Takk fyrir linkinn Andrés.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.7.2009 kl. 18:53
Frá igær. Hann Jón Valur hafði rétt fyrir sér.
http://www.youtube.com/watch?v=iu2liOywzS8
Andrés.si, 16.7.2009 kl. 19:25
Sorgardagur á Íslandi í dag 2 flokkar föðurlandssvikara náðu frumvarpi sínu í gegn um framsal á fullveldi Íslands til Brussel í dag :( er ekki hægt að dæma þetta fólk fyrir landráð og föðurlandssvik og taka af þeim Íslenskan ríkisborgararétt og síðan vísa þeim úr landi. Í Noregi í seinni heimstyrjöldinni vara svona fólk sem sveik þjóð sína kallað Kvislingar og það á vel við í dag á þessum sorgardegi.
Marteinn Unnar Heiðarsson, 16.7.2009 kl. 20:57
Vér mótmælum bara alls ekki!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 17.7.2009 kl. 00:39
Þú ert bullukollur Guðmundur Ásgeirsson. Ísland er ekki frjálst og fullvalda ríki. Ísland er sukkulýðveldi, í höndunum á peningaklíkum, flokksklíkunum, gömluvinaklíkunum og hagsmunaklíkunum.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 13:10
Haukur, umræt sukk og klíkuskapur er nákvæmlega það sem ég myndi vilja útrýma. Ef það gerir mig að bullukolli þá verður bara svo að vera, ég tek það a.m.k. ekki nærri mér á þeirri forsendu.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.7.2009 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.