Franska skýrslan er hér...
6.7.2009 | 04:44
Tilefnið er að Kristján Guy Burgess, aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra gerir því nú skóna að þessi skýrsla franska seðlabankans frá 2000 sem skrifuð var í stjórnartíð Jean-Claude Trichet núverandi seðlabankastjóra Evrópu, kunni að vera sú sem Davíð Oddsson vísar til í drottningarviðtali í Sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins um helgina sem leið. Kristján Guy setur fram þá túlkun sína að "lesi menn málsgreinina til enda komi fram að þá taki öryggisnetið við, þ.e. viðkomandi ríki og seðlabankar stígi þá inn í sem ábyrgðaraðilar", sem ég er ekki viss um að allir séu sammála að sé rétt túlkun. Til að gefa lesendum kost á að glöggva sig á þessu sjálfir, sem er alltaf betri kostur en að láta pólitískt ráðna embættismenn matreiða ofan í sig flokksvæna útgáfu af sannleikanum, þá klippti ég út viðkomandi málsgrein og birti hana hér. Dæmi svo hver fyrir sig:
Skýrsla þessi sem fjallar um innstæðutryggingakerfi var unnin sem hluti af ársskýrslu bankaeftirlits franska seðlabankans (Banking Comission) árið 2000. Umrædda málsgrein má finna undir tölulið 2.3.1. en til hægðarauka þá læt ég eintak af skýrslunni í enskri þýðingu fylgja með sem viðhengi við þessa færslu.
Umrætt brot úr skýrslunni sá ég fyrst birt á bloggsíðu Sigmundar Davíðs Framsóknarformanns með grein þann 14. janúar sl. þar sem hann deilir harkalega á það sem hann spyr hvort sé hugsanlega 500.000.000.000 kr. gjöf ríkisstjórnarinnar til Evrópu? Þessi grein Sigmundar er athyglisverð og hvet ég áhugasama til að lesa hana vilji þeir glöggva sig á málinu enn frekar.
Ekki fundið neina slíka skýrslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ECB er þessa dagana í tvennskonar aðgerðum sem brjóta gegn reglum bankans. Í fyrstalagi þá lána þeir bönkum innan sambannsins gegn ríkisábyrðum og í öðru lagi þá lána þeir ríkisjóðum peninga beint í formi svokallaðra björgunarpakka. Þetta er bara seðlaprentun því vitað er að stjóramálamenn munu seinna semja um niðurfellingar þessar lána því lántakendur eru fyrirsjáanlega ekki færir um að endurgreiða. Mér sýnist að þetta geti verið gert að hluta til á grundvelli þessara málsgreinar (other messures needed). Bretar fengu til dæmis svona lán til að tryggja innistæður í evrum í breskum bönkum. Það sem er úr samhengi í þessu er að Ísland fær ekki krónu til að bakka upp sína banka. ?
Guðmundur Jónsson, 6.7.2009 kl. 08:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.