Einmitt það sem ég vildi vita...
28.5.2009 | 16:42
Eygló Harðardóttir þingmaður Framsóknarflokks hefur lagt fram fyrirspurn um verðmat fasteignlána "nýju bankanna". Þetta er einmitt það sama og ég hef áhuga á að vita svo ég geti metið hvort það sé yfir höfuð verjandi að halda áfram að borga af fasteignalánum og þá hversu mikið. Það er morgunljóst að miðað við stöðu efnahagsmála er verðmæti þessara "eigna" (í formi útlána*) ekki nema hluti af nafnverði og allt sem fólk borgar af lánum umfram það er því hreinlega bara gjöf til "nýju" bankanna, eða öllu heldur dulbúinn eignaskattur þar sem þeir eru nú í ríkiseigu. Það er ekki hlutverk ríkissjóðs af hafa hagnað af fjármálastarfsemi nema e.t.v. að mjög takmörkuðu leyti!
* Frá því ég öðlaðist skilning á bankastarfsemi hefur mér reyndar alltaf þótt það stórskrítið að hægt sé að bókfæra skuldir sem eignir í bókhaldi fjármálafyrirtækja, því þegar tekið er lán þarf bankinn aldrei að leggja út neina alvöru peninga sem eru svo afhentir lántakandum. Heldur er bara gefið út skuldabréf og í sömu andrá hækkar innstæða á bankareikningi lántakandans (eða seljanda fasteignar) með örfáum pennastrikum (eða rafrænt ígildi þess), en hvað lántökuna varðar eru aldrei neinir alvöru peningar útlagðir og því minnir þetta einna mest á sjónhverfingar. Í reynd jafngildir þetta peningaprentun og miðað við hversu óvarlega bankarnir hafa stundað þetta er kannski engin furða þó skekkja sé komin í efnahagslíf þjóðarinnar.
Vill upplýsingar úr Wyman-skýrslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:44 | Facebook
Athugasemdir
Ég veit ekki hvort smáa letrið er frá þér komið eða hvort þú hefur það eftir einhverjum öðrum en þetta er stórkostlegur punktur!!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 31.5.2009 kl. 03:53
Hvað? Að þegar banki lánar þér pening, þá er hann búinn til úr engu? Mig minnir að formúlan sé þannig að fyrir hverjar 1000 kr. af alvöru peningum sem eru lagðar inn í banka, þá getur bankinn lánað út 9000 kr. með pennastriki (eða rafrænu ígildi þess) miðað við að bindiskyldan sé 10%. Flettu upp "Fractional Reserve Banking" á Wikipedia, og "Money as Debt" á Google Video, þar er þetta útskýrt í smáatriðum.
Af Wikipedia um hvernig peningar eru búnir til:
There are three different ways to create money:
Mynt og seðlar í umferð ("beinharðir" peningar eða M0) á Íslandi voru um síðustu áramót ekki nema um 24 milljarðar skv. upplýsingum frá Seðlabankanum, en peningamagn í umferð (M1) þ.m.t. innstæður á bankabókum og aðrir peningar sem eru hvergi til nema sem rafrænar færslur er hinsvegar talið í hundruðum milljarða! Heildarfjármagn í umferð þ.m.t. inneignir í peningamarkaðssjóðum og önnur samningsbundin verðmæti ("pappírseignir" eða M2 sem innifelur reyndar líka M1 og M0) var hinsvegar talið í þúsundum milljarða króna fyrir hrun fjármálakerfisins, en í dag efast ég um að þú fáir einhvern í stjórnkerfinu til að upplýsa hversu gríðarlega mikið það hefur skroppið saman, ef einhver veit það þá nákvæmlega nema vindurinn!
Að lokum vil ég benda á rannsóknarskýrsluna "The Infinite Loan Machine" eftir tölvunarfræðinginn Jacky Mallet. Þar leggur hann fram stærðfræðilegar sannanir fyrir því að frá því að sala fjármálafyrirtækja á svokölluðum skuldabréfavafningum og öðrum tegundum afleiðupappíra hófst upp úr 1970 hafi orðið til hringrás þar sem bankar gátu smám saman lánað hver öðrum sífellt meira og meira, án nokkurra takmarkana nema hversu hratt þeir gáfu út skuldabréf. Þar með höfðu þeir aðgang að nánast óendanlegri uppsprettu peninga, en á bak við þessa pappíra voru að sjálfsögðu ekki nema takmörkuð raunveruleg og áþreifanleg verðmæti, en því meira sem bankarnir lánuðu því meiri varð bókfærður hagnaður þeirra engu að síður! (Hringir þetta einhverjum bjöllum???) Hringekjuviðskipti á borð við þau sem voru stunduð frá Íslandi gegnum aflandsfélög gerðu svo ekkert nema hraða ferlinu, sem útskýrir ýmislegt sem margir hafa verið að furða sig á undanfarin misseri...
Guðmundur Ásgeirsson, 4.6.2009 kl. 03:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.