Merkið minnir á hakakross
23.3.2009 | 12:24
Óska Veðurstofunni til hamingju með nýjan vef. En afhverju eru þeir að nota stílfært afbrigði af Swaztikunni sem opinbert merki, getur einhver útskýrt fyrir mér táknfræðina á bak við það?
Nýr vefur og nýtt merki Veðurstofu Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:39 | Facebook
Athugasemdir
Minnir það þig á hakakrossinn ? Nei, nei, allt öðru vísi að mínu mati. Örvarnar beinast meira að segja í hina áttina, þær vísa réttsælis.
Mér datt nú í hug að þarna væri verið að höfða til höfuðáttanna fjögurra, norður, suður, austur, vestur. Og það að þær vísi réttsælis gæti vísað til sólargangsins.
Og mér finnst merkið flott Til hamingju með það Veðurstofa
Heiða (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 12:46
Á þetta ekki bara að vera vindmylla ;)
karl (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 13:19
Held það þurfi bara þó nokkurt hugmyndaflug til að ná tengingu þarna á milli, svona án þess að fá tillögu um tenginguna fyrst.
Gústaf Gústafsson, 23.3.2009 kl. 14:17
Kannski er þetta langsótt.... en merkið er ekkert ljótt út af fyrir sig. Það minnir mig núna eiginlega meira á gamla Útvegsbankamerkið en swaztikuna, sem er kannski vegna þess að þar er sama fyrirmyndn notuð líka. Gústaf, ég held að þú vanmetir það hversu áhrifamikið tákn þetta er en merking þess og notkun nær miklu lengra en bara til Þýzkalands þar sem það var (mis)notað af Nasistum. Eimskipafélagsmerkið er t.d. spegilmynd af swaztiku, og þetta mótíf er gegnumgangandi í táknfræði fjölmargra menningarþjóða.
Táknfræði á ekki mikið upp á pallborðið hjá nútímamanninum, sem er sorglegt því við stjórnumst ekki síður af undirmeðvitundinni nú en fyrr á öldum, þegar tákn voru notuð til að móta og leiða heilar þjóðir og heimsveldi með prýðilegum árangri. Þetta þekkja hinsvegar margir sem starfa við auglýsingar og líka sumir stjórnmálamenn sem nýta sér það gjarnan óspart, gætið ykkar að láta ekki blekkjast of mikið af slíku!
Og já, maður þarf víst að vera "hæfilega" klofinn á geði til að fatta táknfræði og mynsturgreiningarhæfileika mannsins almennilega. Sá jarðbundni sér hinsvegar aldrei nema það sem er augljóst á yfirborðinu, eins og t.d. bankakerfi sem lítur út fyrir að vera vel rekið og standa á traustum grunni...
Guðmundur Ásgeirsson, 24.3.2009 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.