Evran ekki tekin út með sældinni?

Viðskiptahallinn hefur ekki mælst jafn mikill í Finnlandi í átján ár. Það virðist ekki hjálpa þó þeir séu í ESB og hafi tekið upp Evruna. Athyglisvert... en ósköp eðlilegt þar sem þar sem vandamálið stafar af minnkandi eftirspurn eftir finnskum útflutningsvörum, sem eru að stærstum hluta rafeindabúnaður, timbur og pappír. Í slíkum vanda er aðild að ríkjasambandi alls engin töfralausn, og þar sem Finnar hafa engin yfirráð yfir gjaldmiðlinum sem þeir nota er fátt sem þeir geta gert til að bregðast við þessu, nema kannski að byrja að veiða sér til matar sjálfir í skógunum sem þekja stóran hluta landsins.

Þar sem sjávarútvegurinn okkar á við svipaðan vanda að stríða, þá ættum við kannski að bjóða þeim upp á vöruskipti: fisk fyrir pappír og farsíma? Í nútímanum eru þetta nauðsynlegar vörur, og mikilvægt að viðskipti með þau stöðvist ekki þó heimsbúskapurinn dragist saman. Lykilatriðið í þessu er samt að fullveldisafsal er greinilega engin töfralausn.


mbl.is Mesti viðskiptahalli Finna í 18 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband