Skiptar skoðanir um ESB í Sjálfstæðisflokknum
11.3.2009 | 13:45
Bjarni Ben. II.: vill þjóðaratkvæðagreiðslu (en hefur þó efasemdir um aðild)
Pétur Blöndal: segir nei (og rökstyður það).
Þorgerður Katrín: vill þjóðaratkvæðagreiðslu (síðast þegar ég vissi).
Meðal annara Sjálfstæðismanna eru afar skiptar skoðanir, og þrátt fyrir sterkar efasemdir virðast þeir margir hneigjast að því að segja: kannski. En þannig virðast þeir ætla að fiska slatta af atkvæðum jafnvel þó aðild að sambandinu myndi brjóta gegn sannfæringu þeirra, sem og þeim grunngildum sem flokkurinn var upphaflega stofnaður um.
Með alla þessa hálfvelgju er því leitun að skýrum valkosti gegn ESB-aðild fyrir komandi kosningar. Ég vil því benda á að eitt af aðal stefnumálum L-Listans er að standa vörð um lýðræðið og fullveldi Íslands, og af þeim sökum er lagst eindregið gegn frekara valdaafsali til útlendra stofnana.
Setjum x við L fyrir lýðræðislegar lausnir!
Vill sátt flokka um næstu skref í ESB málinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.