Gott mál
10.3.2009 | 09:30
Viðmælandi hjá Straumi segir að ekki hafi verið farið í þessa aðgerð, yfirtöku á bankanum, með hagsmuni kerfisins í huga.
Fínt! Vonandi var farið í þessa aðgerð með hagsmuni almennings í huga en ekki kerfisins. Ef svo er þá kemur ekki heldur á óvart þó að bankamenn væli, enda er löngu orðið óheilbrigt hvað sumir "kerfiskallar" ætlast alltaf til að fá að láta okkur hin borga brúsann fyrir þessa óskilgreindu "hagsmuni kerfisins" þeirra. "Too big to fail" er gjarnan sagt í Bandaríkjunum til að réttlæta botnlausan mokstur almannafjár inn í fyrirtæki sem fulltrúar sérhagsmuna eru búnir að tæma og gera gjaldþrota, en eru kvartanir Streymingjans ekki einmitt af sama meiði sprottnar? Vonandi láta íslenskir skattgreiðendur ekki blekkjast jafn auðveldlega!
P.S. setjið x við L til að endurvekja lýðræðið!
Segja FME fara of hart fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.