Losnar þá um málbein Davíðs bráðum?
26.2.2009 | 17:48
Fyrst Davíð er um það bil að verða "frjáls maður" eins og mig minnir að hanna hafi orðað það í Kastljósinu á þriðjudaginn, þá fer vonandi líka að styttast í að hann leysi frá skjóðunni um þau fjölmörgu atriði sem hann segist búa yfir vitneskju um eða hafa heimildir fyrir. Má þar nefna ástæður þess að Bretar beittu hryðjverkalögum til að frysta eignir og stöðva viðskipti, ekki bara Landsbankans heldur einnig íslenska ríkisins og Seðlabankans. Einnig þau fjölmörgu hlutafélög sem hann segir að hafi notið "sérstakrar fyrirgreiðslu" í bönkum og tengsl þeirra við þjóðþekkta einstaklinga, þar á meðal stjórnmálamenn. Einnig væri fróðlegt að hann segði okkur meira um það þegar "vinur hans" og kollegi, fyrrverandi dómsmálaráðherra ákvað að setja efnahagsbrotadeild RLS í fjársvelti þvert á eindregnar ráðleggingar sínar um hið gagnstæða (og augljósa).
P.S. Þegar þar að kemur Davíð, afhverju upplýsirðu okkur ekki líka um hvað þið voruð að spjalla á þessum leynifundum hjá Bilderberg-klúbbnum?
Seðlabankastjórar kvöddu starfsfólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.