Varð oft fyrir svona löguðu á minni skólagöngu
18.2.2009 | 15:11
Veit ekki til þess að sökudólgarnir hafi verið beittir neinum viðurlögum. Áfallahjálp stóð mér ekki til boða frekar en öðrum sem stóðu í sömu sporum.
Hópur unglinga réðist á einn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menntun og skóli | Facebook
Athugasemdir
Daníel Freyr Kristínarson (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 16:58
Og á þessum forsendum? Á þá ekki að refsa þeim sem gerðu þetta?
Væri eðlilegra að vera ánægður með að samfélagið læri og sé að taka við sér í málum sem þessum.
Ellert Júlíusson, 18.2.2009 kl. 18:39
Við erum að eineltis-fórnarlamba-væða skólana, krakkar í dag væla og saka aðra um einelti við hvert tilefni, fyrir það eitt að aðrir vilji ekki leika við þau eða sitja hjá þeim eða þau hafi verið "slegin með úlpuermum" í frímínútum og heimta refsingu fyrir illu "hryðjuverkamennina". Í stað þess að vera látin sætta sig við það að lífið er átök þar sem þörf er á að geta slegið frá sér eða verða undir ellegar. Mismunun er varanleg hluti af hönnun náttúrunar og lífsins, einmitt til þess fallin að skapa hæfari einstaklinga gegnum baráttu og það ætti meira að segja að hvetja til hennar.. við erum að rækta þroskahefta vælukjóa í íslensku samfélagi
(IP-tala skráð) (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 20:14
Afskaplega dapurlegt að lesa svona fréttir, hlýtur að vera erfitt að fyrirgefa svonalagað, svo ég tali nú ekki um að gleyma.
Svona er ekki hægt að réttlæta á nokkurn hátt.
Björn Jónsson, 18.2.2009 kl. 20:17
Skrýtið að sjá viðbrögðin við skrifum þínum... Ber að skilja það svo að einhverjum þyki einelti ásættanlegt og/eða réttlætanlegt? Ætli þeir viti að rannsóknir sýna að börn og unglingar sem leggja í einelti búa yfirleitt við verri aðstæður en þeir sem lagðir eru í einelti? Þetta á einkum við í sambandi við tilfinninga- og trúnaðarsamband við foreldra og systkini . Oft hafa þeir sem leggja í einelti líka lítið sjálfstraust og skerta sjálfsmynd.
Ég skil ekki að neinn geti réttlætt einelti eða hætt þann sem viðurkennir að hafa þolað slíkt. Auðvitað spyr ég mig hvað skortir upp á hjá einstaklingum sem finna sig knúna til að taka á þann hátt afstöðu með einelti
Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.2.2009 kl. 01:17
Merkilegt hvað þeir sem gera hér athugasemdir telja sig geta lesið mikla merkingu út úr þessum örfáu orðum mínum, þrátt fyrir að þau feli eingöngu í sér hlutlausa frásögn og tjái enga sérstaka afstöðu til málefnisins.
En merkilegra að alltaf (og ennþá!) skuli vera til fólk sem virðist hafa þá skoðun að svona lagað sé á einhvern hátt réttlætanlegt. Athyglisvert líka að það sé sama fólkið og er á sínum eigin vettvangi að mæla með því að skotið sé táragasi og gúmmíkúlum að hverjum þeim sem vogar sér að mótmæla vanhæfum stjórnvöldum. Já, fasismi er lúmskur sjúkdómur og leynist að því er virðist víða í íslensku samfélagi...
Rakel þetta er allt í lagi, hann er bara aðfluttur KR-ingur og vitsmunaþroskinn greinilega samkvæmt því, gott ef ekki líka frjálsíþróttanörd og óskaplegur gúmmítöffari greyið!
Guðmundur Ásgeirsson, 26.2.2009 kl. 17:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.