9/11 ekkja meðal látinna

Hmmm...

"Campaigning 9/11 widow among 50 people killed after Continental passenger plane crashes on to house" - Daily Mail

"The 9/11 widow on board was identified as Beverly Eckert. She was heading to Buffalo for a celebration of what would have been her husband's 58th birthday, said Mary Fetchet, a 9/11 family activist." - The Star

"Beverly Eckert was one of the members of the 9/11 Family Steering Committee for the 9/11 Commission. ... Eckert was the co-chairperson of the group 'Voices of September 11th'. She pushed for a commission to investigate 9/11 and to establish a memorial." - Wikipedia

Continental Airlines crash, Buffalo NY

Með öðrum orðum:

Meðal farþega í áætlunarflugi Continental Airlines sem fórst í New York ríki í gærkvöldi var Beverly Eckert, ekkja Sean Rooney sem lést í árásunum á World Trade Center 9/11/2001. Hún var á leið til minningarsamkomu í tilefni af því sem hefði orðið 58. afmælisdagur eiginmanns hennar, þegar flugvélin brotlenti á húsi í úthverfi Buffalo, aðeins örfáum klst. áður en föstudagurinn 13. febrúar 2009 rann upp. Beverly var lykilmanneskja í samtökum aðstandenda fórnarlamba 9/11 og talsmaður þess að framkvæmd yrði óháð rannsókn á þeirri (vægast sagt) einkennilegu atburðarás sem leiddi til þessara skelfilegu árása. Hún var meðstjórnandi og einn af stofnendum samtakanna 'Voices of September 11' sem mynduðu ásamt öðrum regnhlífarsamtök til þess að þrýsta á um rannsókn og héldu svo úti sjálfstæðri eftirlitsnefnd til að leggja mat á störf hinnar opinberu 9/11 rannsóknarnefndar sem stjórnvöld létu loks til leiðast að stofna. Í kjölfarið hafa þau haldið úti harðri gagnrýni og lagt sig fram um að vekja athygli á því sem í besta falli mætti kalla 'ófullnægjandi umfang' hinnar opinberu rannsóknarskýrslu, sem eins og lýðum ætti að vera ljóst var hvorki fugl né fiskur. Fyrstu fregnir af rannsókn á þessu slysi herma að ísing kunni að hafa verið í lofti á þessum slóðum á sama tíma, en svo er spurning hver verður endanleg niðurstaða rannsóknarnefndar flugslysa...

Ókeiii... grimm kaldhæðni örlaganna eða bara eins og hvert annað tilviljanakennt flugslys? Einhvernveginn hef ég á tilfinningunni að útfrá þessu atviki eigi eftir að spretta margar bitastæðar samsæriskenningar, bara talnaspekin í kringum dagsetningarnar fær hárin til að rísa hnakkanum...


mbl.is Segja að ís hafi myndast á öðrum væng vélarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já þú segir nokkuð. Þetta fer örugglega í safnið.

Alltaf ljótt þegar svona flugslys eiga sér stað.

Mér flaug reyndar í hug hvort þessi flugstjóri væri líka hetja eins og Sullenberger. 

Ólafur Þórðarson, 14.2.2009 kl. 07:05

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Það er ljóst, að þessi atburður er ekki nein tilviljun. Beverly Eckert hitti Obama í síðustu viku ásamt sínu fólki og hjólin voru farin að snúast.

Ég trúi því enn, að Obama sé „ekta“, en gvuð minn almáttugur, hann á við ofurefli að etja...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 14.2.2009 kl. 09:57

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Viðbót.  Alison Des Forges, var einnig meðal þeirra, er létust í þessu „einkennilega“ slysi.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 14.2.2009 kl. 11:18

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir innslagið Ásgeir, svei mér þetta er jafnvel merkilegra en ég hélt.

Mannréttindafrömuðurinn Alison Des Forges var háttsettur ráðgjafi í samtökunum Human Rights Watch. Eitt af hennar stærstu viðfangsefnum var að rannsaka þjóðarmorðin í Rwanda undir lok síðustu aldar og upplýsa alþjóðasamfélagið um þau, ásamt því að berjast fyrir mannréttindum víðar í Afríku.

Hverjar eru líkurnar?

Þetta var heldur ekki eini atburðurinn þennan dag sem var með ólíkindum, og það sem meira er þá eru óbein tengsl þar á milli sem eru ekki á allra vitorði. (Sjá næstu færslu mína á eftir þessari.)

Guðmundur Ásgeirsson, 14.2.2009 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband