Sönn saga sem tengist þessu máli
12.2.2009 | 18:45
Í fyrra fékk ég mér heimasíma hjá Tal þegar sú þjónusta byrjaði, en einhverra hluta vegna kom upp "vandamál" þegar átti að færa númerið á milli símafélaga. Eftir nokkurra daga sambandsleysi hringdi ég í Tal úr GSM síma og kvartaði, en var þá sagt að beðið væri eftir að ákveðinn þjónustuaðili myndi klára að færa sjálfa tenginguna og Tal gæti ekki opnað símann fyrr en því væri lokið. Eftir meiri tafir og ítrekaðar kvartanir við þjónustuver Tals kom allt fyrir ekki, og eftir sambandsleysi í rúman mánuð hvarflaði það að sjálfsögðu að mér að segja einfaldlega upp viðskiptunum en þá var mér sagt að það væri ekki heldur hægt nema bíða a.m.k. jafn lengi eftir að það yrði afgreitt! Að lokum kom upp úr kafinu að áðurnefndur þjónustuaðili sem átti að sjá um þennan verkþátt var enginn annar en Vodafone, og gefið var í skyn að þetta væri alls ekki einsdæmi meðal nýrra áskrifenda Tals. Tekið skal fram að þetta mál fór alla leið inn á borð til þáverandi framkvæmdastjóra Tals, sem virtist vera nokkurnveginn með á nótunum en samt sem áður máttlaus í því að leysa vandann. Það sem Tal virðist hafa haft upp úr þessum bolabrögðum Vodafone er í fyrsta lagi talsvert tekjutap, í mínu tilviki neyddist fyrirtækið t.d. til þess að fella niður reikninga í skaðabætur vegna þjónusturofs, og í öðru lagi sem er kannski það versta fyrir nýtt og vaxandi fyrirtæki er það tjón sem svona lagað veldur á orðsporinu.
Samkeppnishamlandi viðskiptahættir? Dæmi hver fyrir sig...
Aldrei kynnst eins miklum viðskiptasóðaskap" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:49 | Facebook
Athugasemdir
Vinur minn fatlaður í hjólastól flutti sig yfir til Tal í lok nóvember 2008 og bað svo um flutning milli íbúða í sama húsi 12. desember 2008 en þurfti að bíða í mánuð eftir tengingu. Þjónustufulltrúar Tal lugu að okkur og kenndu Mílu um allt saman en það stóðst svo ekki þegar við töluðum við Mílu.
Sigurður Guðmundsson, 12.2.2009 kl. 20:16
Tékkið á heimsfrelsi... það fyrirtæki kynntist samkeppni við Vondafón
http://www.heimsfrelsi.is/
Byltingarforinginn, 12.2.2009 kl. 23:14
ég lenti í nákvæmlega því sama... :/ nenni ekki að skrifa allt aftur svo ég ætla að deila með þér athugasemd sem ég setti á aðra síðu:
"ég hef alltaf verið hjá Símanum og svo hringdi TAL í mig einn daginn og bauð mér svaaakalegan díl, 3 fría vini og svaka lág gjöld, mun lægri en hjá hinum símafyrirtækjunum og eitthvað rosa.. ég og held ég allir vinir mínir tókum þessu svaka góða tilboði en síðan kom annað á daginn... Maður gat ekki hringt fítt í þessa "vini" nema eiga inneign, ef þú áttir kanski 10 krónur í inneign þá hætti símtalið ekki við 0 krónur heldur gastu talað þig í -500 kr auðveldlega, það kostar að hringja hjá þeim þó svo að ekki sé svarað á hinni línunni, kostar að hringja í þjónustuverið til að fá aðstoð og margt fleira sem varð til þess að enginn sem ég þekki lengur er hjá Tal. Símreikningurinn hreinlega varð mun hærri en hjá símanum.
Nú eru nokkrir mánuðir síðan ég hætti og ég ætla ekki að fullyrða að þetta sé ennþá svona... en mér finst Tal vera með algjör sóðaviðskipti! "
Lenti einmitt líka í svaka veseni með að skipta aftur í Símann... þurfti að kaupa mér 1000 kr. inneign 2 sinnum því ég varð að hringja í þjónustuverið úr símanum sem átti að skipta um svo ég gat ekki hringt úr heimasímanum og svo tók færslan yfir alveg svakalegan tíma þangað til ég hringdi bara í Símann og þau sáu um þetta fyrir mig.
Tinna (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 00:44
Vodafone kemur ekki á nokkurn hátt nálægt flutningi á heimasímum.. hér hefur einfaldlega verið logið að þér..
Það er bara eitt koparkerfi á íslandi og það er rekið af fyrirtæki sem heitir Míla... það fyrirtæki sér um ALLA flutninga og nýtengingar á heimasímum
Hvort sem þar eiga í hlut Síminn, Tal eða Vodafone
OG svo ég endurtaki... EINA fólkið sem kemur á nokkurn hátt nálægt því að flytja símanúmer á milli heimilsfanga eða þjónustuaðila er Míla
Sért þú í minnsta vafi um að það sé rétt skalt þú senda fyrirspurn á póst og fjarskiptastofnun
Og ekki finnst mér skrýtið að framkvæmdastjórinn hafi ekki vitað hvað sneri upp og hvað sneri niður því hann vissi það ekki i þessu gsm máli heldur
Og Sigurður.... það er víst Míla sem ber ábyrgð á flutningum á milli hæða í húsinu þínu... þeir þjónusta hinsvegar ekki einstaklinga og þú færð engin svör ef þú sem einstaklingur hringir þangað inn.. þeir svara bara fjarskiptafyrirtækjunum sjálfum og benda á þá ef það koma upp vandamál
Hér í gamla daga var það mun algengara en í dag að fólk var að borga heima og netþjónustu hjá sama aðila... það var vegna þess að fráfarandi fyrirtæki vissu ekki að það var búið að flytja þjónustuna frá þeim fyrr en kúnninn hringdi brjálaður inn vegna þess að það var enn verið að rukka hann.... en þá hafði þjónustan einfaldega verið færð af Símanum (áður en míla varð til) án þess að fráfarandi fyriræki vissi nokkuð um það... þjónustan var einfaldlega aftengd í símstöð og tengd hjá nýjum aðila
Kristmann (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 09:28
ég meina að fólk var að greiða hjá 2 aðilum á sama tíma eftir flutning
Kristmann (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 09:37
Já, það virðast vera skítug vinnubrögð viðhöfð á báða bóga þarna. Mín hlið á þessu er auðvitað bara ein af mörgum, og ekkert endilega sú eina rétta.
Takk fyrir athugasemdir gott fólk.
Guðmundur Ásgeirsson, 15.2.2009 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.