Bull og vitleysa!

Með fullri virðingu fyrir Bubba Morthens og hans ágæta framtaki, þá er það langt frá því að vera satt sem haldið er fram í þessari frétt, að hann sé eini tónlistarmaðurinn sem enn berjist fyrir umbótum í samfélaginu. Björk Guðmundsdóttir hefur t.d. verið öflug í því að hvetja til nýsköpunar í kreppunni og unnið gott starf á því sviði á sinn hátt, ekki síst með því að leggja slíkum verkefnum nafn sitt og auka þannig eftirtekt og umfjöllun. Hljómsveitin Sigur Rós og meðlimir hennar hafa einnig ásamt fleirum verið duglegir að berjast fyrir náttúruvernd sem átt hefur undir högg að sækja í stóriðjuvæðingu undanfarinna ára, ég er líka nokkuð viss um að ég hafi séð til hljómsveitarmeðlima í hópi mótmælenda við Alþingishúsið í janúar. Þegar þau mótmæli stóðu hvað hæst tóku nokkrir af betri trommuleikurum landsins sig saman og stilltu sér upp við dyr Alþingishússins þar sem þeir hjálpuðu þjóðinni að finna taktinn. Til að reka naglann á höfuðið þá má benda á að Hörður Torfason, talsmaður Radda Fólksins var áður þekktastur fyrir að vera tónlistarmaður!
mbl.is Alltaf má treysta á Bubba Morthens
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það rifjast líka upp tónleikar sem haldnir voru til að fagna byltingunni á dögunum, en þar voru XXX Rottweiler hundar aðalnúmerið og fram komu ýmsar hljómsveitir sem flokka mætti sem "unglingahljómsveitir".

Guðmundur Ásgeirsson, 11.2.2009 kl. 10:16

2 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Amen, góður pistill hjá þér! Ég sá Bubba hvergi mótmæla í janúar eða fyrir áramót og finnst mér ansi skrítið að hann birtist allt í einu við Seðlabankann í þann mund sem hann gefur út nýjan disk.

Björgvin Gunnarsson, 11.2.2009 kl. 10:44

3 Smámynd: TARA

Nákvæmlega mín hugsun....undarleg tilviljun, ekki satt ??  Annars er ég er enginn aðdáandi Bubba....

TARA, 11.2.2009 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband