Endurnýjun eða meira af því sama?

Þessi frétt um fyrirhugað prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir auðvitað ekki alla sögunar frekar en venjulega. Frambjóðandinn sem sækist eftir 4. sætinu, Þórlindur Kjartansson hagfræðingur, hefur eins og margir ungir sjálfstæðismenn á framabraut starfað hjá Landsbankanum. Auðvitað þarf ekkert endilega að vera óeðlilegt þó frambjóðandi í stjórnmálaflokki hafi starfað í banka, en þó hlýtur að vekja athygli hver voru viðfangsefni hans hjá bankanum. Í frétt á vefsíðu útgáfufyrirtækisins Heimur frá 15. mars 2006 er fjallað um Þórlind Kjartansson, "sérfræðing í markaðsdeild Landsbankans og stjórnarformann Félagsstofnunar stúdenta", en í fréttinni segir meðal annars: "Starf Þórlinds á markaðsdeild Landsbankans felst meðal annars í umsjá með erlendri markaðssetningu Landsbankans og samskiptum við dótturfélög og erlendar starfsstöðvar." Ef það skyldi þurfa að rifja það upp fyrir einhverjum hver var stærsta markaðsvara erlendra starfsstöðva Landsbankans, þá var það auðvitað: IceSave. Kjósendur í fyrirhuguðu prófkjöri munu því þurfa að gera upp við sig hvort þeir beri traust til manns sem þrátt fyrir hagfræðimenntun (eða hugsanlega vegna hennar?!) ber að öllum líkindum ábyrgð á framgangi einna mestu fjárplógssvika Íslandssögunnar.

Þetta hlýtur að vera grín hjá manninum...


mbl.is Þórlindur óskar eftir 4. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Hvar kemur fram í þessari grein sem þú vísar í að hann hafi verið markaðsstjóri Icesave? Það er ekki einu sinni minnst á Icesave í þessari grein.

TómasHa, 8.2.2009 kl. 16:51

2 identicon

Þetta er nú frekar ómerkileg tilraun til að rægja góðan mann.

Þórlindur var ekki markaðsstjóri Icesave - heldur skoti að nafni Alan Gilmour sem starfaði með auglýsingafyrirtækinu Kinross+Render. Alan er ekki á leiðinni í prófkjör og ég veit ekki til þess að Þórlindur hafi haft neitt yfir þeim manni að segja.

Þess má jafnframt geta að Icesave var ekki einu sinni til þegar þessi grein sem þú vísar til var skrifuð í mars 2006. Þá voru helstu verkefni alþjóðamarkaðssviðs Landsbankans að rebranda dótturfyrirtæki bankans erlendis og það starf kom því sem þú kallar "fjárplógsstarfsemi" mjög lítið við.

Það hefði verið auðsótt mál fyrir þig að leita þér þessara upplýsinga áður en þú réðst í þessi fótlausu skrif ef þú hefðir nennt því. Aðgát skal höfð...

Hafsteinn Gunnar Hauksson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 17:12

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Woah... hvítliðarnir mættir? ;)

Eins og fram kemur í greininni þá er ég ekki að taka afstöðu, heldur bendi ég að kjósendur í fyrirhuguðu prófkjöri muni þurfa að gera upp hug sin í þessu máli. Í pistli mínum koma ekki fram neinar fullyrðingar sem ekki eru studdar af þeim heimildum sem ég vísa til. Ef einhverjum þykir sú tilgáta langsótt hjá mér að starf yfirmanns erlendrar markaðssetningar hafi eitthvað með stærstu erlendu markaðsvöruna að gera, þá spyr ég á móti: Er þá ekki alveg álíka langsótt að halda því fram að Páfinn hafi lesið úr Biblíunni nýlega?

Ef þið haldið í alvöru talað að maður sem er yfirmaður erlendrar markaðssetningar hjá stóru fyrirtæki, sé á engan hátt ábyrgur fyrir hrakförum stærstu erlendu markaðsvöru viðkomandi fyrirtækis, þá er ég enn fegnari en áður að vera ekki lengur skráður í þennan vesæla flokk ykkar!

Guðmundur Ásgeirsson, 8.2.2009 kl. 17:31

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

P.S. breytti fyrirsögninni, en áður stóð þar: "Markaðsstjóri IceSave traustur í 4. sætið?". Það virðast nefninlega ekki allir hafa tekið eftir því að setningin endar á spurningamerki og því haldið að hún innihéldi fullyrðingu, sem hún klárlega gerir ekki heldur var það ákveðin tilgáta, sem er reist á þeim rökum sem fram koma í færslunni.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.2.2009 kl. 17:35

5 Smámynd: Heimir Hannesson

Ég bendi herra Bofs, á eftirfarandi:

Það eina sem var gert með einhverjum almennilegheitum í kringum þessa IceSave dellu alla saman, var einmitt markaðssetningin.

Nú, þó það væri rétt að Þórlindur hefði verið "höfuðpaurinn og mastermind bakvið IceSave, bakvið IceSave ... ja, ég veit ekki hvaða lýsingarorð ég á að nota. Þó þetta allt saman væri rétt, ætti að gefa manninum markaðsverðlaun af einhverjum toga, og setja manninn í einhverskonar PR djobb hjá utanríkisráðuneytinu!

En, ég held að enginn maður hafi einn síns liðs getað sannfært milljóna manna á nokkrum mánuðum að punga út milljörðum króna.

Held að þú Hr. Bofs, ættir að passa þig betur á því hvað þú segir, og skrifar, og í þessu tilfelli. Lest.

Heimir Hannesson, 8.2.2009 kl. 17:35

6 identicon

"Í pistli mínum koma ekki fram neinar fullyrðingar sem ekki eru studdar af þeim heimildum sem ég vísa til."

En samt fannst þér ástæða til að breyta fyrirsögninni úr "Markaðsstjóri IceSave traustur í 4. sætið?" Það eru ekki góð vinnubrögð hjá pennum sem vilja láta taka sig alvarlega að breyta greinum eftir að hafa hlaupið á sig án þess að láta vita eða biðja afsökunar á mistökum sínum.

Annars er langur vegur á milli þess að hafa eitthvað með einhverja markaðsvöru að gera og að "bera ábyrgð á framgangi einna mestu fjárplógssvika Íslandssögunnar" líkt og þú lætur í veðri vaka að Þórlindur hafi gert - en ég get fullvissað þig um að það gerir hann ekki.

Og svo er algjör óþarfi að uppnefna fólk sem gerir tilraun til að leiðrétta heimskulegar rangfærslur á internetinu hvítliða. Slíkt gerir minnst úr þér sjálfum.

Hafsteinn Gunnar Hauksson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 17:40

7 identicon

Gott að sjá að þú gengst við mistökunum við gerð fyrirsagnarinnar, sá það ekki þegar ég skrifaði kommentið hér að ofan.

Hafsteinn Gunnar Hauksson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 17:41

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Heimir, ertu sem sagt að segja að vegna þess að það hafi heppnast svona vel að plata helling af Evrópubúum til að láta sparifé sitt af hendi í þessa svikamyllu, að þá eigi viðkomandi skilið að fá markaðsverðlaun? Á þá ekki Bernard Madoff skilið að fá Nóbelsverðlaun eða ígildi þeirra a.m.k.?

Ég vil benda þeim sem eru að dissa hérna á að elta linkanna og lesa sér sjálfir til um málið, áður en þeir uppljóstra um eigin vanþekkingu með fullyrðingum á borð við að þetta hafi á einhver hátt verið "góður bissness". Það er reyndar kannski rétt að á meðan glæpir borga sig, þá er það eflaust heilmikill "bissness", en er það "góður" bissness?

Staðreyndin er sú að allt vestræna hagkerfið er eitt stórt Ponzi-scheme hvers helsta afrek hefur verið að arðræna fólk um víða veröld, og gera okkur flest fátækari í þágu örfárra sem hafa geta hagnast á góðæristímum. IceSave er aðeins ein af öfgakenndari birtingarmyndum þess. Ef einhver er óssamála því að við höfum smám saman verið arðrænd af þessu kerfi skora ég á viðkomandi að útskýra fyrir mér með hvaða hætti kaupmáttur okkar hafi aukist frá fyrri tíð, á sama tíma og heimavinnandi foreldrar eru í útrýmingarhættu því að flestar fjölskyldur komast ekki af nema með tvær fyrirvinnur.

Hér á árum áður voru mjög margar konur "heimavinnandi húsmæður", ekki aðeins vegna þeirra gilda sem þá ríktu varðandu hlutverk kynjanna heldur líka vegna þess að tekjur eiginmannsins dugðu einar og sér til þess að framfleyta fjölskyldunni! Hversu margir búa það vel í dag að annað foreldrið geti leyft sér að eyða svona miklum tíma með börnum sínum? Ég vil minna á að í börnunum liggja okkar mestu og kannski einu verðmæti sem við eigum eftir, því ef ekki væri fyrir þau þá yrði enginn til að rukka fyrir þetta bévítans IceSave klúður...

Guðmundur Ásgeirsson, 8.2.2009 kl. 18:00

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hafsteinn, setning sem endar á spurningarmerki getur varla talist fullyrðing, jafnvel þó hún sé notuð sem fyrirsögn. Ef það er málið þá ættirðu kannski líka að gera athugasemdir við hvernig mbl.is og aðrir fjölmiðlar nota sínar fyrirsagnir:

Er draumurinn á enda?

Næsti Íransforseti frjálslyndur?

Snúið á lygalaupa?

Þetta er bara það sem ég fann í fljótu bragði á forsíðu mbl.is akkúrat núna, en oft er þetta notað til að setja fram tilgátur sem reynast svo við nánari lestur viðkomandi fréttar hafa lítið með staðreyndir að gera. Ég er þó bara bloggari, og ekki að þykjast vera fjölmiðill... þess vegna leyfi ég mér stundum að setja hluti fram með persónulegri hætti. Ég þarf t.d. ekkert að vera hlutlaus frekar en ég vil, og er í fullum rétti til að beita mínu bloggi sem málgagni eigin skoðana ef mér sýnist svo. Ef ég ákveð að gera það með smá kaldhæðni á köflum (sem btw. er táknuð með " ;) " Hafsteinn) þá verða menn anna'hvort að fatta það eða sleppa því einfaldlega að lesa bloggið mitt.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.2.2009 kl. 18:15

10 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Úff, það má greinilega ekki reka upp sannleiksbofs án þess að öll hjörðin renni af stað

Pólitík sumra minnir mig æ meir á eitthvað sem ég hélt að viðgengist í örðum söfnuðum en stjórnmálaflokkum. Gæti þó verið að sumir flokkar byggju virkilega yfir einhvers konar fortíðarhreinsifortitun fyrir flokksmeðlimi sem minnir auðvitað miklu meira á tölvur en syndaaflausnir... Hátæknilegt auðvitað og algjör snilld

En hvernig á þetta svo að ganga ofan í kjósendur? Býr flokkurinn kannski líka yfir áróðursvél sem þurrkar út allt langtímaminni þeirra um leið hún er sett í gang

Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.2.2009 kl. 01:19

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Makes you wonder... ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 10.2.2009 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband