1,81% af verðmæti Drekaolíunnar

Í dag var því uppljóstrað að skuldir gamla Kaupþings að frádregnum eignum eru: 2.432 - 618 = 1.814 milljarðar = 1,814 trilljónir eða 1.814.000.000.000 krónur!

Reynum að átta okkur á stærðargráðunni:

Ef ég man rétt þá voru Sigurður og Hreiðar Már fyrrverandi bankastjórar með hæstu launatekjur Íslandssögunnar þegar mest lét, eða um 70 milljónir á mánuði hvor um sig. Það gerir 140 milljónir á mánuði samtals, eða 1.680 milljónir á ári. Á slíkum launum tæki það þá 1.814.000 / 1.680 = 1079,8 ár að vinna fyrir þessu.

Nú eru þeir hinsvegar atvinnulausir og núverandi stjórnendur með talsvert lægri laun. Ef við gerum ráð fyrir að bankastjórar allra nýju ríkisbankanna þriggja séu með 1,5 milljón hver þá eru það 4,5 á mánuði eða alls 54 milljónir á ári. Á slíkum launum tæki það 1.814.000 / 54 = 33.592,6 ár að vinna fyrir þessu!

Sú olía sem áætlað er að kunni að vera til staðar á Drekasvæðinu fyrir Norð-Austan landið er metin (mjög gróflega samkvæmt bjartsýnustu spá) á um 100 trilljónir króna, en tapið af gamla Kaupþingi nemur 1,81% af þeirri upphæð.

Að lokum þá dygðu 1.814 milljarðar til að standa straum af öllum útgjöldum ríkssjóðs í rúm 7 ár!

Í hvað fóru allir þessir peningar eiginlega? Og það sem skiptir kannski meira máli: hvaðan komu þeir upphaflega???!!!

Compund Interest


mbl.is Kaupþing skuldar 2432 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Mér finnst ótímabært að eyða hagnaði af Drekaolíuni áður en við vitum með vissu hvort hún er til.

Offari, 5.2.2009 kl. 18:55

2 identicon

Eða voru þessi "peningar" nokkurn tímann til? Sami þúsundkallinn sem skipti svo oft og hratt um hendur að verðmæti hans trilljónfaldaðist? En afskaplega fróðlegur og skemmtilegur pistill hjá þér, reyndar um óskemmtilegar staðreyndir. Nema olía finnist eins og Starri bendir á að ofan.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 23:05

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Smellið á myndina til að finna svarið!

Guðmundur Ásgeirsson, 7.2.2009 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband