Gjaldmiðilskreppa í Póllandi: Evra ekki lausnin
5.2.2009 | 10:03
Gjaldmiðilskreppa á Ísland: Evra eina lausnin ??? (það eru allavega trúarbrögð sumra)
Minn ekki skilja... er Pólland betur í stakk búið en Ísland að verja sinn sjálfstæða gjaldmiðil? Eða eru Pólverjarnir bara að fara villu vegar með þessari stefnu sinn? Íslenskir Evrusinnar vita þetta kannski mikið betur en pólski fjármálaráðherrann, enda er Ísland rómað fyrir mikla fjármálasnilld...
Evruupptöku Pólverja frestað? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Pólverjar eru 40 milljónir og þar af leiðandi margfalt betur í stakk búnir til að verja sinn gjaldmiðil. Af hverju er svona erfitt að skilja þessa einföldu staðreynd að við erum of fá til að halda uppi gjaldmiðli. Við gætum alveg eins verið með Breiðholtsdollar, Kópavogspund og Breiðagerðiskrónu eins og íslensku krónuna. Það standa bara allt of fáir á bak við hana!
Jón Skafti (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 11:09
Þú meinar að þeir sem er að "taka stöðu gegn" henni eru allt of margir og stórir. Hvort er það vegna þess að við erum fá, eða vegna þess að slakar reglugerðir og ekkert eftirlit gera gjaldmiðilinn berskjaldaðan fyrir spákaupmennsku? Þetta er nefninlega ekkert spurning um mannfjölda heldur hverskonar gjaldmiðilsvarnir eru til staðar, afhverju er svona erfitt að skilja þá einföldu staðreynd?
Guðmundur Ásgeirsson, 5.2.2009 kl. 18:41
Einn maður feldi Breska pundið á sínum tíma þannig að allt tal um stærð og fjölda er marklaust þvaður.
Fannar frá Rifi, 6.2.2009 kl. 01:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.