Bandaríkin að liðast í sundur?

Í nóvember var sagt frá því að rússneskur hermálaskýrandi hefði spáð því að Bandaríkin myndu brátt líða undir lok og ættu eftir að liðast í sundur nú þegar þau stefna lóðbeint á höfuðið. Ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverum þá er t.d. orðið pínlega augljóst núna að 8 stærsta hagkerfið í heiminum, Kalifornía, er gjaldþrota og hin ríkin 49 eru í lítið skárra standi. Nú veit ég ekki hvort það má túlka allra síðustu atburðarás sem merki um að þetta sé um það bil að rætast en ég get þó ekki stillt mig um að benda eftirfarandi atriði:

Það er komin upp nokkurskonar "mini"-stjórnarkreppa í Bandaríkjunum, Obama hefur neyðst til játa á sig allsherjar klúður við skipun í ráðherraembætti eftir ásakanir um spillingu a.m.k. þriggja nýskipaðra ráðherra. Sá fyrsti, Timothy Geithner, hefur þrátt fyrir þetta tekið við starfi fjármálaráðherra, en nú hefur Bill Richardson tilnefndur viðskiptaráðherra dregið sig í hlé ásamt Tom Daschle tilnefndum heilbrigðisráðherra, og loks þurfti Nancy Killefer að afþakka stöðu sérstaks efnahagsfulltrúa. Sú skringilega staða er uppi að í hinu bandaríska tveggja flokka kerfi situr nú ríkisstjórn demókrata með þrjá repúblikana sem ráðherra! Þetta, ásamt þeim efnahagshörmungum sem halda áfram að dynja á þjóðinni, er til þess fallið að rýra trú fólks á "ríkisstjórn hinna miklu breytinga". Og svo eru líka sífellt fleiri sem einfaldlega sjá í gegnum blekkingaleikinn sem valdaelítan hefur verið að spila þarna í lengri tíma.

Nú síðast hefur sá fáheyrði atburður gerst að eitt fylkjanna, New Hampshire lýsti yfir sjálfstæði sínu á mánudaginn var. Ekki nóg með það heldur þá fylgdi Arizona fordæmi þeirra í gær! Um þetta hefur auðvitað ekki heyrst stakt orð í hérlendum fjölmiðlum en þeir eru uppteknir af innlendum fréttum sem nóg er af í augnablikinu. Yfirlýsingar ríkjanna tveggja eru keimlíkar og lúta meðal annars að grófum brotum á stjórnarskrár- og mannréttindum sem fráfarandi stjórn skildi eftir sig í formi lagasetningar og reglugerða sem gengu langt út fyrir verksvið hennar. Núverandi stjórn hefur svo verið þröngvað til að taka við búinu í afleitu ástandi og mun vafalaust ekki ná að gera neitt annað en reyna af veikum mætti að berjast við kreppuna á næstunni. Tónninn í yfirlýsingum ríkjanna tveggja er sérstaklega athyglisverður en þar má m.a. finna tilvísanir til skotvopnalaga og réttarins til byssueignar, varúðarorð gegn setningu neyðarlaga og/eða herlaga, auk áminninga um að valdið sé á hendi fólksins og alríkisstjórnin starfi í umboði þess, en ekki öfugt. Arizona gengur lengra og lýsir því yfir að aðgerðir sem farið hafi út fyrir verksvið alríkissins séu ógildar, og lög sem gangi gegn rétti hvers ríkis til sjálfsákvörðunar séu afnumin nú þegar! Takið eftir að þetta eru ekki kurteisleg tilmæli til alríkisstjórnarinnar þar sem óskað er eftir breyttum starfsvenjum eða einhverju álíka, heldur er þetta einhliða yfirlýsing um að ríkið muni hreinlega virða að vettugi tiltekin alríkislög og reglur, en á ýmsa mælikvarða jaðrar það við ígildi þess að boða borgarastyrjöld ef fram heldur sem horfir!

Hér gefur að líta fyrirsögn yfirlýsingarinnar frá ríkisþingi Arizona:

"A concurrent RESOLUTION claiming sovereignty under the tenth amendment to the constitution of the United States over certain powers, serving notice to the federal government to cease and desist certain mandates and providing that certain federal legislation be prohibited or repealed."

 ... ... ... ??? ... ... ...

P.S. Chinese curse says: "May you live in interesting times."

Við sem nú erum uppi lifum svo sannarlega á forvitnilegum tímum...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Væri þá ekki líka bara þjóðráð fyrir landsbyggðina að segja skilið við höfuðborgarsvæðið.

Offari, 4.2.2009 kl. 04:13

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ugh, eftir að hafa kannað málið betur komst ég að því að fleiri ríki í sambandinu hafa gefið út svipaðar samþykktir undanfarið, og vekur athygli hversu samhljóða orðalagið og tónninn í þeim er. Fyrsta ríkið til að lýsa yfir fullveldi með þessum hætti, Oklahoma, gerði það reyndar á síðasta ári, en nú í ársbyrjun 2009 hafa hinsvegar fjögur bæst við og jafnvel er búist við fleirum.

Á spjallrásum hefur verið bent á að þetta hafi verið reynt áður, líka í Oklahoma, en hafi vakið litla athygli þar sem um svipað leyti var Alfred P. Murrah alríkisbyggingin sprengd í loft upp í miðbæ Okhlamo City, og atvikið hafi m.a. verið notað sem átylla til að berja niður vopnaðar hreyfingar frelsissinna í viðkomandi ríkjum. Enn aðrir hafa bent á möguleikann á því að leiði þessi þróun til aukins óstöðugleika í bland við þann sem fyrir er vegna fjármálahrunsins, geti verið hætta á einhverskonar átökum eða jafnvel hreinlega borgarastyrjöld, minnugir þess hvernig sú síðasta byrjaði...

Nýlega framlagðar fullveldisályktanir ("...claiming sovereignty under the
Tenth Amendment..."
):

Sérstaka athylgi vekja eftirfarandi málsgreinar úr ályktun ríkisþings New Hampshire:

"…That any Act by the Congress of the United States, Executive Order of the President of the United States of America or Judicial Order by the Judicatories of the United States of America which assumes a power not delegated to the government of United States of America by the Constitution for the United States of America and which serves to diminish the liberty of the any of the several States or their citizens shall constitute a nullification of the Constitution for the United States of America by the government of the United States of America. Acts which would cause such a nullification include, but are not limited to:

I. Establishing martial law or a state of emergency within one of the States comprising the United States of America without the consent of the legislature of that State.

II. Requiring involuntary servitude, or governmental service other than a draft during a declared war, or pursuant to, or as an alternative to, incarceration after due process of law. [innskot: Obama youth corps?]

III. Requiring involuntary servitude or governmental service of persons under the age of 18 other than pursuant to, or as an alternative to, incarceration after due process of law. [innskot: Obama youth corps!]

IV. Surrendering any power delegated or not delegated to any corporation or foreign government. [innskot: SPPNA? UN? BlackWater? Kína???]

V. Any act regarding religion; further limitations on freedom of political speech; or further limitations on freedom of the press.

VI. Further infringements on the right to keep and bear arms including prohibitions of type or quantity of arms or ammunition; and

That should any such act of Congress become law or Executive Order or Judicial Order be put into force, all powers previously delegated to the United States of America by the Constitution for the United States shall revert to the several States individually. Any future government of the United States of America shall require ratification of three quarters of the States seeking to form a government of the United States of America and shall not be binding upon any State not seeking to form such a government…"

Miðað við athugasemdir margra bandarískra netverja þá liggur byltingin í loftinu nú þegar!

Guðmundur Ásgeirsson, 5.2.2009 kl. 13:49

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nú eru þau orðin 9, ríkin sem hafa lýst yfir fullveldi, og fleri eru talin væntanleg! Það er byrjað...

Guðmundur Ásgeirsson, 7.2.2009 kl. 01:22

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

já sæll. og ástandið er bara að versna.

Fannar frá Rifi, 14.2.2009 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband