"Stjórnarkreppa" og krónan styrkist!???

Undanfarið hafi vissir aðilar beitt fyrir sig þeim hræðsluáróðri að "við megum ekki við því að fá líka stjórnarkreppu", sem rök gegn því að verða við kröfu almennings um kosningar og nýja ríkisstjórn. Þessar sömu raddir þegja nú þunnu hljóði, enda hefur krónan sótt verulega í sig veðrið frá því reynt var að setja Alþingi og búsáhaldabyltingin hófst. Á þessari örlagaríku viku sem liðin er síðan hefur krónan styrkst samtals um 6,72%, þar af mest á föstudaginn þegar boðað var til kosninga eða um tæp 3%.

Gengisvísitala ISK 2009 vika 4/5

Hvað lesa fjármálaspekúlantar út úr þessu?


mbl.is Krónan styrktist um 0,97%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Logason

Hmmmmmmm

Við ættum þá kanski að halda áfram að mótmæla. Það gæti styrkt krónuna enn meira

Kristján Logason, 28.1.2009 kl. 02:32

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég var einmitt að velta þessu fyrir mér, hversvegna evran hefði lækkað undanfarna daga.  Svo var ég að velta öðru fyrir mér   Hvernig downgradar maður Vista í xp???  Ég er að gefast upp á mínu Windows Vista

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.1.2009 kl. 02:35

3 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Frábær mynd hjá þér , gaman að þessu línuriti. Guð eða undirmeðvitundin var búin að segja mér að krónan mundi hækka um 3% ofan á hin 3% þetta er flott.

Viltu vera bloggvinur minn ?

Vilhjálmur Árnason, 28.1.2009 kl. 03:02

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í dag varð mesta styrking frá áramótum, eða 2,93%, þetta er allt að koma...

Guðmundur Ásgeirsson, 28.1.2009 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband