Stöðvast væri nær lagi

"Sjóflutningar á heimshöfunum hafa dregist mikið saman. "

Tölurnar í fréttinni ná til alls ársins 2008, það sem hefur hinsvegar gerst í þessum bransa síðustu þrjá mánuði á miklu meira skylt við algjöra stöðvun en samdrátt. Gámaflutningar á heimshöfunum endurspegla að stóru leyti milliríkjaviðskipti í alþjóðlegu samhengi, og verkefnin á þessu sviði eru núna í algjöru lágmarki sökum lítillar eftirspurnar eftir framleiðsluvörum. Sögur berast t.d. af því að við höfnina í Singapore séu nú gjarnan biðraðir flutningaskipa sem bíða fyrir utan eftir að fá eitthvað að gera. Sum skipafyrirtækin hafa jafnvel gengið svo langt að selja flutninga undir kostnaðarverði til að halda einhverri starfsemi gangandi. Meðfylgjandi mynd af Baltic Dry Index flutningavísitölunni segir margt um ástandið:

Baltic Dry Index

(Alltaf eru mbl nú fyrstir með fréttirnar eða þannig *hóst* en ég skrifaði einmitt um þetta í gær líka. Maður spyr sig jafnvel að því hvers vegna bankinn manns er að brenna 5 milljón krónum á dag bara til að halda þessu dæmi gangandi, ég býðst til að taka yfir erlendu fréttirnar fyrir aðeins brot af þeirri upphæð! ;)

 


mbl.is Sjóflutningar dragast saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband