Stjórnarskipti! (bráðum?)

Ég rannsakaði málið og komst að því að skv. stjórnarskránni virðist sem forsetinn kunni að hafa (óbeint) í hendi sér vald til að knýja fram stjórnarskipti, allavega get ég ekki túlkað það öðruvísi en þó er ég ekki löglærður. Vinsamlegast skoðið og gerið viðeigandi athugasemdir við þetta hérna.


mbl.is Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður Guðmundur.

Texti stjórnarskrárinnar er að stofni til danskur og miðaður við konungsríkið Danmörk.   Við settum forseti í stað konungur í stjórnarskrána við lýðveldisstofnun árið 1944.   Breytingar hafa aðallega snúist um mannréttindakaflann og kosningaákvæði.  Forsetinn hefur nánast ekkert af þeim völdum sem ætla mætti eftir orðanna hljóðan í stjórnarskránni.  Forsætisráðherra fer með þingrofsréttinn og ráðherrar með "vald" forseta (áður konungs) eins og sést reyndar í einni greininni.  Eina alvöru vald forseta skv. stjórnarskránni er málskotsrétturinn til þjóðarinnar, þ. e.  ef  forseti neitar að skrifa undir lög sem Alþingi hefur samþykkt,  taka þau  samt gildi en vísa skal lögunum til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort þau skuli gilda áfram.   Þetta er ágæt öryggisráðstöfun, t. d. ef Alþingi ætlaði að  skuldsetja land og þjóð inn í eilífðina.   Núverandi forseti  misnotaði þetta vald fyrir vini sína í þotuliðinu og stöðvaði í reynd fjölmiðlafrumvarpið. 

Svo hefur forseti nokkuð vald við stjórnarmyndanir og gæti skipað utanþingsstjórn ef allt um þryti en slík stjórn á allt sitt undir þinginu. 

Bkv VJ.  

Viggó Jörgensson (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 10:49

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eins og áður sagði er ég ekki löglærður, en hef samt verið í háskóla, og ég legg bara minn eigin skilning í það sem ég les. Segðu mér, er talað eitthvað annað mál í réttarsölum, en mannamál? Vegna þess að það eina sem ég gerði var að skrifa samantekt á því sem stendur svart á hvítu í stjórnarskránni (á mannamáli), eða nokkurskonar endursögn með nútímalegra málfari og stílbrigðum. Svona þér að segja þá hafði ég yfirleitt frekar háar einkunnir í íslensku, og flestar ritgerðir sem ég gerði í skóla voru metnar á bilinu 8-10.Síðast þegar ég vissi var íslenska líka opinbert tungumál á Íslandi, þannig að ég þykist hafa nokkuð til míns máls þó ég heiti reyndar ekki Georg Bjarnfreðarson. ;) Eða segðu mér líka, var Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands, ekki skrifuð á íslensku?

Að ofansögðu og með hliðsjón af vinnubrögðum ríkisstjórnar og seðlabankans að undanförnu, sem ég ætla ekkert að fjölyrða um hér. Væri það þá ekki bara í takt við tímann ef forseti vor myndi bregða út af vananum og snúa aðeins upp á stjórnarskránna til að knýja fram þarfa endurnýjun í stjórnarliðinu? Tala nú ekki um ef einu rökin gegn því eru þau að æðstu lög landsins "gildi bara ekki" á þann veginn eins og Viggó vill meina, eða séu kannski "bara marklaust plagg" eins og sumir aðrir vilja meina? Það er enn verið að fella dóma eftir Jónsbók frá 1281 ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum. Þegar eitthvað stendur skrifað í lög, þá gildir það væntanlega, eða hvað? (Nema kannski í þeim veruleika sem Árni Johnsen lifir í...;) Eða hvernig á annars að vera hægt að vita hvaða lög gilda, og hver ekki? Nei Viggó því miður, lög eru lög hvort sem þú ert sammála þeim eða ekki, og engin lög eru stjórnarskránni yfirsterkari!

P.S. Vek einnig athygli á eftirfarandi sem gerir þetta vonandi enn skýrara fyrir lesendum: (úrdr. úr Stjórnarskránni, innskot frá höfundi)

13. gr. Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.

[Valdið kemur tvímælalaust frá forsetanum skv. þessu, þó vissulega sé gert ráð fyrir að hann láti ráðherrum það í té til framkvæmdar. Enda er átt við það þegar talað er um ríkisstjórn sem "framkvæmdavaldið", sem er vel að merkja ekki það sama og ákvörðunarvald!]

15. gr. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.

[Aftur kemur valdið frá forsetanum sem skiptir aftur á móti störfum með ráðherrunum, en vald er vel að merkja ekki það sama og störf.]

20. gr. Forseti lýðveldisins veitir þau embætti, er lög mæla.
...
Forseti getur vikið þeim frá embætti, er hann hefur veitt það.

[Skipunarvaldið kemur einnig frá forsetanum, ásamt valdinu til að svipta menn embætti. Undantekning frá þessu eru hinsvegar dómarar en þeim má ekki víkja frá nema af dómstólunum sjálfum.]

Þetta er ekkert flókin íslenska sem er þarna á ferðinni, ef einhverjum þykir það skyldi viðkomandi e.t.v. reyna að lesa Hávamál og Völuspá, án orðskýringa...

Ísland lengi lifi!

Guðmundur Ásgeirsson, 31.10.2008 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband