Geir-laug! Davíð kjaftar frá?

Samkvæmt fréttinni er ekki annað að sjá en Davíð sé einfaldlega að benda á það sem alla grunaði þegar tilkynnt var um samkomulag við Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn. En auðvitað gat enginn úr ríkisstjórninni horfst í augu við þjóðina og sagt sannleikann jafnvel þó þeir væri þráspurðir um þetta sérstaklega, þvert á móti:

"...í þessu samkomulagi eru engin óaðgengileg skilyrði" - Geir H. Haarde

"...[vaxtahækkun] var ekki sett sem skilyrði" af hálfu IMF - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

"Allar sögusagnir um afkarkosti af hálfu IMF eru úr lausu lofti gripnar." - Björn Bjarnason

"Í mínum huga er ekki ástæða til að ætla að skilyrði sjóðsins verði okkur of íþyngjandi" - Ágúst Ólafur Ágústsson

"...engin skilyrði frá IMF um vaxtahækkun..."  - Ásmundur Stefánsson á fundi efnahagsnefndar

En svo er uppljóstrað eftir á:

"To raise the policy interest rate to 18 percent." - Samkomulag ríkisstjórnar við IMF (að sögn Seðlabanka Íslands)

"Þetta er liður í þeim aðgerðum sem samráð var haft um við Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn."  - Geir H. Haarde

"Þetta er hluti af því samkomulagi sem var gert og kynnt var í síðustu viku." - Árni M. Mathiesen

Hversu lengi ætla þeir að halda áfram að hafa okkur og sjálfa sig að fíflum?! Nú þarf að setja allt heila pakkið frá völdum undir eins. Herra Ólafur Ragnar, núna er boltinn hjá þér!

 


mbl.is Ákvæði um 18% stýrivexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það er merkilegt að þessi setning sé ekki birt í einhverskonar samhengi. Þetta getur verið hluti af lista yfir það sem Seðlabankinn hefur sjálfur lýst að hann áformi að gera til að fleyta krónunni á flot án þess að IMF hafi stungið uppá því. - Þ.e. samhengið við setninguna vantar og þarf að vera til staðar.

Annars er allt IMF dæmið þar á meðal stýrivextirnir beinn kostnaður aðeins og eingöngu vegna krónunnar. Við værum augljóslega ekki að kosta þessu til með öllum þeim fórnum sem fylgja og fá gjaldeyrislán hjá IMF til að koma krónunni á flot aftur ef við hefðum ekki krónuna.

Helgi Jóhann Hauksson, 30.10.2008 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband