Ég leit í eigin barm...
30.10.2008 | 13:41
...og sagði mig úr Flokknum. Ég þjáist nefninlega ekki af ætluðum skorti á sjálfsgagnrýni sem betur fer, en sú veiki virðist hinsvegar vera orðin að faraldri í byggingunum sem umkringja Arnarhólinn í Reykjavík. Þó kann að vera að upptök hennar megi einnig að hluta til rekja til Ráðhúss Reykjavíkur og kunni að útskýra vitleysuna sem þar hefur viðgengist á kjörtímabilinu. Sjaldan hefur mér samt þótt atkvæði mínu jafn illa sóað eins og frá síðustu þingkosningum! Af gefnu tilefni vil ég vekja athygli á eftirfarandi ákvæðum:
- Úrdr. úr Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands: [Innskot eru höfundar]
72. gr. [Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.
Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi.]1)
[E.t.v. væri rétt að nýta þessa heimild og setja slík lög sem kæmu í veg fyrir að erlendir aðilar geti komið og innheimt sk. myntkörfulán með stórfelldri eignaupptöku.]
77. gr. [Skattamálum skal skipað með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann.
Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.]1)
[Með öðrum orðum þá er það stjórnarskrárbrot að láta þegnana borga með skattlagningu fyrir tap bankanna þar sem engin heimild var fyrir slíku í lögum þegar þeir fóru á hausinn. Eða hvað er annað hægt að kalla stýrivaxtahækkun gærdagsins upp í 18% annað en innheimtu fyrir skuldum þrotabúanna sem komin eru í ríkiseigu. Fyrir mitt leyti kæri ég mig ekki um að borga krónu, kröfuhafarnir mega mín vegna bara ganga í þrotabúin sjálfir, verði þeim að góðu!]
Ég hef nú bæst í hóp þeirra sem líta svo á að Ríkisstjórn Íslands gangi í raun umboðslaus til verka sinna. Því vil ég skora eindregið á Forseta vorn herra Ólaf Ragnar Grímsson að notfæra sér eftirfarandi ákvæði til að gera það sem þarf svo fljótt sem auðið er:
- Úrdr. úr Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands:
24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]1)
1)L. 56/1991, 5. gr.
25. gr. Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.
...
28. gr. Þegar brýna nauðsyn ber til, getur forsetinn gefið út bráðabirgðalög [er Alþingi er ekki að störfum].1) Ekki mega þau þó ríða í bág við stjórnarskrána. Ætíð skulu þau lögð [fyrir Alþingi þegar er það er saman komið á ný].1)
[Samþykki Alþingi ekki bráðabirgðalög, eða ljúki ekki afgreiðslu þeirra innan sex vikna frá því að þingið kom saman, falla þau úr gildi.]1)
...
30. gr. Forsetinn veitir, annaðhvort sjálfur eða með því að fela það öðrum stjórnvöldum, undanþágur frá lögum samkvæmt reglum, sem farið hefur verið eftir hingað til.
...
74. gr. [Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Félag má ekki leysa upp með ráðstöfun stjórnvalds. Banna má þó um sinn starfsemi félags sem er talið hafa ólöglegan tilgang, en höfða verður þá án ástæðulausrar tafar mál gegn því til að fá því slitið með dómi.
-----
Að svo búnu virðist fátt því til fyrirstöðu að Forsetinn rjúfi þing og gefi síðan út neyðarlög sem banni starfsemi ríkisstjórnarflokkanna beggja (a.m.k. tímabundið) líkt og gert hefur verið hjá sumum "vinaþjóðum" okkar við stjórnálasamtök sem þótt hafa hættuleg ríkis- og almannahagsmunum. Já, ég er að tala um að steypa þeim frá völdum og boða til kosninga, það virðist vera hægt eftir löglegum leiðum! Á meðan við höfum engan alvöru stjórnlagadómstól er það hinsvegar eingöngu Forsetinn sem getur gert það á friðsamlegan hátt, en ef það gerist ekki eitthvað í þá veru bráðum þá bendir margt til þess að friðurinn sé úti í íslensku samfélagi. Nú er aftur komið að Ólafi Ragnari að sýna að stjórnarskráin sé ekki bara "eitthvað plagg" eins og það var eitt sinn orðað. Svo er Seðlabankinn víst orðinn gjaldþrota en hvar er skilanefndin, þarf ekki að athuga það mál líka?
Lengi lifi byltingin! Guð blessi Ísland!
Skortur á sjálfsgagnrýni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:50 | Facebook
Athugasemdir
Takk Hlynur, þetta var fallega sagt (skrifað?)
Guðmundur Ásgeirsson, 31.10.2008 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.