Gerum fríverslunarsamning við Kúbu...
29.10.2008 | 22:54
...grípum tækifærið, tökum gjaldeyrislán frá Rússum í leiðinni og gefum UKUSA-hryðjuverkasamtökunum puttann! Bigtime! *djók*
Fyrir utan það þá hefur Ísland nýlega (og óvænt!) gert fríverslunarsamning við Kína.... what more do we need? (Bara ekki flytja inn mjólkurvörur þaðan! ;)
Með aðstoð EES-samningsins gætum við svo e.t.v. brúað bilið milli Rússlands og Kína annarsvegar og S-Ameríku (Kúbu, Venezuela) og Evrópusambandsins hinsvegar, en viðskiptasambönd inn á þessi svæði hefur BNA einokað frekar mikið undanfarna áratugi. Síðan þegar ísinn á Norðurpólnum verður bráðnaður þá verður Ísland skyndilega orðið miðpunktur alþjóðaviðskipta milli heimsálfa, jafnvel einhverskonar fríverslunarsvæði.
Hugmyndir sem þóttu stórtækar á borð við byggingu stórskipahafnar við Eyjafjörð öðlast e.t.v. nýja þýðingu í þessu samhengi, voru ekki líka uppi hugmyndir um olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum með aðkomu rússneskra fyrirtækja?
Þetta eru svosem bara random pælingar út í loftið, en engu að síður umhugsunarefni í ljósi breyttrar stöðu landsins. Nú þarf að hugsa út fyrir rammann...
SÞ vill aflétta viðskiptabanni á Kúbu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Öryggis- og alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:14 | Facebook
Athugasemdir
Fríverslun við Kúbu hljómar bara ágætlega.
Höfnin er einnig gömul og gild pæling.
Siglingaleiðirnar eru að opnast, alveg rétt.
Olíuhreinsistöð er líklega tímaskekkja. Leggjum frekar áherslu á rafmagn og vetni.
Rafmagnsbílar smíðaðir úr áli er næsta hátæknivara sem við ættum að skoða að framleiða.
Rafmagnslest frá Leifsstöð til Reykjavíkur og áfram til Akureyrar og Egilsstaða. Samgöngur eru það sem gerir þjóð að samheldinni þjóð.
Gunnar Þór Gunnarsson, 30.10.2008 kl. 00:07
Það er líka í gangi tilraunaverkefni á Íslandi um að dæla CO2 niður í jarðlögin. Nú er komið í ljós að ef það er farið nógu djúpt, raunverulega í gegnum jarðskorpuna, þá er e.t.v. hægt að umbreyta því í jarðgas (natural gas) fyrir tilstilli jarðhitans sem þar er að finna og sérstakra eiginleika möttulbergsins sem er á svo miklu dýpi. (Sjá Lost City Hydrothermal Field í Mið-Atlantshafi eða réttara sagt syðsta hluta Reykjaneshryggjar! ;) Maður getur ímyndað sér að sá hluti þess sem er léttastur (vetnið) leiti mest upp á við og safnist þá efst glufur í jarðlögunum. Kannski er þarna komin leið til að búa til vetnis- eða jarðgass "lind" sem væri einfaldlega bara hægt að tappa af eins Gvendarbrunnunum... (hljómar kannski eins og óskhyggja en mundu að eina vetnisstöð í heiminum er í Árbænum og á Íslandi er allt hægt!)
Það er nefninlega útbreiddur sá misskilningur að allt jarðefnaeldsneyti geti eingöngu hafa orðið til úr dýra- og plöntuleifum frá því fyrir milljónum ára. Hvað ætli komi þá mikil orka úr einni risaeðlu eftir svoleiðis ferli? Ef þetta væri satt þá værum við að brenna fleiri þúsund risaeðlur á dag, en hversu margar voru þær í það heila? Til að styðja þessa kenningu þyrfti mannkynið nú þegar að vera búið að brenna sem svarar til 60 metra lags af "dýra- og plöntuleifum" væri því jafndreift á allt yfirborð jarðar að heimshöfunum meðtöldum. Augljóslega heldur sú röksemdafærsla engu vatni, og auk þess finnst olía og gas stundum á stöðum þar sem engin ummerki eru um stór flæmi af plöntuleifum. Sú kenning nýtur hinsvegar vaxandi hylli að þetta sé í raun sjálfbært ferli að hluta til, og að stærsti framleiðandi jarðefnaeldsneytis á jörðinni sé í raun og veru.... jörðin sjálf hmmmm. Þannig að þó að olíuverð skoppi upp og niður í kauphöllum, þá er það ekki vegna þess að jarðefnaeldsneyti séu í þann mund að klárast því það er til feikinóg af þeim í jörðu. Ekki síst í Bandaríkjunum sem eiga bara í Alaska meira en er undir allri Saudi-Arabíu!
Ég tek hinsvegar heilshugar undir það sjónarmið að draga skuli úr heildarnotkun jarðefnaeldsneytis, og reyna eftir megni að innleiða rafmagnsmótora og vetnisvélar í okkar raforkuauðuga land.
Guðmundur Ásgeirsson, 30.10.2008 kl. 02:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.