Peningamálastefna: hverjum þjónar hún?

* Skrifaði í morgun nokkuð langa athugasemd við nýjustu grein Bjarna Harðarsonar þingmanns, þar sem mikið var um spurningar í athugasemdunum en fátt um svör. Þegar upp var staðið reyndist hinsvegar innihaldið nógu viðamikið og bitastætt til að ég stenst ekki mátið að birta þetta hér sem mína eigin grein. Spurningarnar virðast e.t.v. úr lausu lofti gripnar en þær koma frá ýmsum viðmælendum og má sjá þær í samhengi við upphaflega færslu Bjarna. *

 Er einhver furða að maður haldi að kreppan sé af mannavöldum?

Nei, enda er hún það að sjálfsögðu. Peningar duttu ekki af himnum ofan heldur voru þeir prentaðir af mönnum, en áður en þeir voru prentaðir voru þeir fyrst hannaðir (af mönnum líka) ásamt hagkerfinu í kringum þá. Athugið að hagkerfið er líka mannanna tilbúningur og það er ekkert náttúrulögmál sem segir að við getum ekki hreinlega bara ákveðið að taka upp skynsamlegra peningakerfi sem venjulegt fólk getur skilið hvernig virkar. Hinsvegar eru alltaf ákveðnir forrétindahópar sem hafa hagsmuni af því að kerfið sé ógegnsætt og flókið, þannig að venjulegt fólk sé ekkert að pæla of mikið í þessu og horfi bara í staðinn á sjónvarpið, á meðan það er arðrænt í kyrrþey.

Er þetta ekki farið að líkjast efnahagsheimstyrjöld?

Líkjast??? Þetta er eiginlega ekki rétta spurningin, eða ofan í hvaða holu hefur spyrjandinn haldið sig undanfarið? ;) Efnahagsumbrotin núna eru bara ein hlið á heimsstyrjöld sem staðið hefur yfir frá byrjun aldarinnar og sér enn ekki fyrir endann á, en þetta stríð mætti e.t.v. kalla WWIV ef miðað er við þá söguskoðun að Kalda Stríðið hafi líka verið heimsstyrjöld.

Skyldu þessi sterku öfl láta sér einu gilda um þá gullkistu, sem ísland er og láta vera að nýta sér ástandið?

Nei alls ekki, nú sem fyrr er engin ástæða til að ætla annað en að "þessi sterku öfl" fylgist vel með gangi mála. Afhverju ætli hryðjuverkamönnunum í UKUSA-bandalaginu sé annars svona mikið í mun að fella allt sem íslenskt er? Auðvitað svo hægt sé að kaupa hræið á brunaútsölu! Það fór reyndar ekki mikið fyrir því í fréttum en á sama tíma og bandaríski seðlabankinn neitaði okkur um aðstoð voru útsendarar JP Morgan fjárfestingarbankans skyndilega mættir til fundar í Ráðherrabústaðnum, þeim lá meira að segja svo á að þeir splæstu í leigubíl þangað beint frá KEF fyrir 20.000 kall (sem var þá reyndar orðið ódýrt í dollurum talið...). Það er einmitt undir svona kringumstæðum sem hýenur og aðrar hræætur skríða gjarnan út úr fylgsnum sínum, meira um það og JP Morgan má lesa í hinni stórkostlegu bók Falið Vald.

Kommúnisminn er sagður hafa fallið.

Já... eða kannski var hann bara gjaldfelldur? Ísland er líka sagt hafa fallið en þó eru sumir sem vilja meina að það hafi verið fellt... Athugið til dæmis hvert Sovétríkin leituðu eftir aðstoð þegar þau voru um það bil að verða gjaldþrota. (Vísbending: stofnun sú ber þriggja stafa skammstöfun og er Íslendingum nýlega orðin "góðkunnug".)

Nú fellur frjálshyggjan.

Það var óhjákvæmilegt og fyrirsjáanlegt, ekki síst eftir að Sovétið var fallið. Auðvaldið þrífst nefninlega ekki vel nema hafa einhvern stæðilegan óvin til að "demonisera" fyrir augum almúgans. Það athyglisverða er samt kannski eftir að við komum óvænt að lokuðum dyrum hjá flestum vinaþjóðum (svokölluðum!), hverjir það eru sem koma okkur líka til bjargar með 2.100.000.000 stk. af gúmmítékkum? Samkvæmt Seðlabanka Íslands var það "Augljóst ... að erlendu seðlabankarnir höfðu samráð sín á milli." Lesendur verða sjálfir að gera upp við sig hvaða merkingu þetta hefur... en hver ætli sé þá núna hinn raunverulegi óvinur?:

Tilvitnun: "Þeir sem stjórna seðlaeign þjóðarinnar halda í hendi sér örlögum fólksins."  - Reginald McKenna, fv. fjármálaráðherra Bretlands

Hvað fellur næst? Ríkisstjórnin?

Ekki á meðan við sýnum af okkur þann aumingjaskap að setja hana ekki hreinlega af með borgaralegu valdi. Íslensk stjórnvöld eru orðin vön svo miklum þægindum og vita að þau geta komið fram vilja sínum sama hvað tautar og raular. Þó við mótmælum sum kannski hástöfum þá erum við (flest) of friðsæl til að stíga skrefið til fulls og skilja höfuð frá búk (á stjórnvaldinu þ.e.a.s.). Stjórnarfarið sem við búum við hérna er kannski "lýðræði" að nafninu til, en Sjóður #9 í Glitni var líka kallaður "öruggur"... (Sjá útskýringu Wikipedia á hugtakinu "flokksræði" og dæmið svo sjálf hvort það á ekki betur við).

Talandi um Finn Ingólfsson. Hvar er hann? Er hann stikkfrí?

Finnur Ingólfsson er svosem ekkert stikkfrí en hefur samt alltaf verið flinkur að spila sig þannig, sem útskýrir líklega hvers vegna ekkert spyrst til hans núna. Finnur var nefninlega iðnaðar- og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar 1995-1999 og var þar með hans hægri hönd við einkavæðinguna. Hann var skipaður Seðlabankastjóri 2000-2003 en eftir það hefur hann setið í stjórnum margra af stærstu fyrirtækjum landsins, t.d. VÍS og Kaupþingi. Fyrir rúmu ári síðan keypti hann svo tvíburafyrirtækin Frumherja og Frumorku, en það fyrrnefnda hefur ráðandi markaðshlutdeild á sviði bifreiðaskoðunar, löggildingar mælitækja o.fl. sem snýr að leyfisveitingum ýmisskonar. Sennilega er Finnur bara ennþá upptekinn við að útdeila leifunum af Sambandinu til vina sinna og annara Framsóknarmanna eftir að hafa notað það til að kaupa Búnaðarbankann af ríkinu á sínum tíma. Félagi Ögmundur fjallaði t.d. um klíkuskapinn kringum þau mál og eignarhaldsfélagið Gif fyrir rúmu ári síðan.

---

Þegar maður er á annað borð kominn ofan í þessa kanínholu þá virðist sukkið og vitleysan í þessu hafa verið gjörsamlega botnlaus. Allt of lengi...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband