Sérdeilis lélegur grínisti
25.10.2008 | 10:15
Þessi Otto myndi nú ekki fatta góðan brandara þó maður myndi grafa hann í stein og berja gaurinn svo í hausinn með honum. Kímnigáfa hans virðist vera eins og Norðmanna yfir höfuð, álíka þróuð og efnahagslíf Sómalíu og máttlausari en íslenska krónan er orðin í utanríkisviðskiptum! Þó að þessi sérnorska og misheppnaða tilraun hans til að vera fyndinn hafi e.t.v. farið fyrir brjóstið á einhverjum, þá fannst yðar einlægum þetta vera eintómur aulahúmor og sandkassaleikur. Maðurinn varð sjálfum sér einfaldlega til minnkunar. Þ.e.a.s. ef það er þá til einhver meiri smán en að heita fáránlegu nafni eins og "Otto Jaspersen" (er það eitthvað ofan á brauð?) og koma frá einu leiðinlegasta landi í Evrópu. Svo þykist hann í ofanálag vera einherskonar "grínisti" og sagt að það sé hans aðalstarf, en ég hélt að maður þyrfti að uppfylla einhver lágmarks skilyrði til þess eins og t.d. að vera fyndinn! Ég held að þessi brjóstumkennanlegi maður ætti að fara að leita sér að öðru starfi, nema það standi kannski til að stíga skrefið til fulls og gera TV2 loksins opinberlega að vernduðum vinnustað. (Ætli Otto og Geir Haarde séu skyldir, hann er víst af norskum ættum?) En maður á nú samt að reyna að vera góður við þá sem eru þroskaheftir og/eða geðfatlaðir þannig að ég ætla ekkert að fara út í neitt meira skítkast en þegar er orðið..
(P.S. ég veit að ég stafsetti nafnið hans vitlaust, það var meðvituð ákvörðun... ;)
Veitir Íslendingum ekki viðtal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 10:20 | Facebook
Athugasemdir
Já...það verður að viðurkennast að Norðmenn eru ekkert sérstaklega skemmtilegir....hvað sem veldur. Já...og er forsætisráðherran okkar, Geir af Norskum ættum, ja hérna.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 25.10.2008 kl. 10:31
Minnimáttarkendarhjal. Þið hafið greinilega ekki verið í Noregi. Þá hefðuð þið séð að norðmenn eru töluvert skemmtilegri og þroskaðri en íslendingar. Ef Otto hefði verið á Íslandi og séð hvað íslendingar eru hlægilegir þá hefði hann getað gert miklu fyndnari þátt.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 11:24
Mummi! þú skrifar um kímni: "...ekki fatta góðan brandara þó maður myndi grafa hann í stein og berja gaurinn svo í hausinn með honum. " Er það þín aðferð við að grínast?
H G, 25.10.2008 kl. 12:34
Ef einhver skyldi hafa tekið þessa færslu alvarlega, þá vil ég benda á að húna er flokkuð undir "spaugilegt".
Guðmundur Ásgeirsson, 25.10.2008 kl. 13:37
Oftast er eldur þegar rýkur....ég var einu sinni í Noregi, í Ósló nánart til tekið en ég ferðast aðeins um landið, upp um fjöll og firnindi á blankskóm. Og það fannst Norðmönnum ekki alveg nógu sniðugt, og ekki mér heldur.....en þetti benti reyndar til að íslendingar væru ekki alveg með fúlle fem. Og svo þegar maður brast í söng, þá æstust fyrst leikar, þá var sko hótað að henda manni út. Tímarnir breytast.
Takk fyrir bloggvináttuna.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 25.10.2008 kl. 15:47
Húnbogi: ég hef nú reyndar komið til Noregs, tvisvar!
Guðmundur Ásgeirsson, 30.10.2008 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.