Kyrrsetjum þoturnar (þeir byrjuðu!)
24.10.2008 | 13:07
Jújú leyfum endilega bresku flugsveitinni að koma í desember... tökum bara á móti þeim með sérsveit BB (dulbúinni sem "heiðursverði") og vísum flugmönnum þeirra umsvifalaust úr landi (með farþegaflugi). Kyrrsetjum orrustuþoturnar þeirra svo upp í "stríðsskaðabætur", íslenzkri þjóð til hagsbóta. Í íslenskum lögum eru ákvæði um frystingu eigna alveg eins og þeim bresku, og ef einhverntímann er tilefni til að beita þeim þá er það á alvöru hryðjuverkamenn ef þeir voga sér að hafa viðkomu á landinu okkar með vígtólin sín...
Ef þeir dirfast að beita meiri hörku þá höfum við víst varnarsamning við USA og þar að auki stofnsáttmála NATO sem segir að sé ráðist á eitt ríki bandalagsins skuli öll hin koma sameiginlega til varnar. Fyrst þeir vilja fara út í enn eina misheppnaða milliríkjadeiluna við okkur, er þá ekki bara best að leyfa þeim að skjóta sjálfa sig í fótinn?
Lengi lifi byltingin!
VG vill ekki gæslu Breta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Öryggis- og alþjóðamál | Aukaflokkur: IceSave | Breytt 9.3.2010 kl. 17:52 | Facebook
Athugasemdir
Góð tillaga Guðmundur
Haraldur Bjarnason, 24.10.2008 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.