Mótmælafundur á laugardag
17.10.2008 | 10:47
...til að sýna viljann í verki, krefjumst þess að íslensk stjórnvöld stokki upp Seðlabankann, ekki síður en aðra banka í landinu. Eða eins og Geir og félagar eru duglegir að benda okkur á, þá erum við öll í þessu saman, ekki satt?
Boðað hefur verið til mótmælafundar á Austurvelli næstkomandi laugardag kl. 15:00, krafan er einföld og skýr: að Davíð Oddssyni verði vikið úr starfi Seðlabankastjóra, enda hljóti það að vera mikilvægt fyrsta skref á þeirri leið að byggja á ný upp orðspor og trúverðugleika íslensks efnahagslífs. Nóg um það í bili, hvet sem flesta til að láta sjá sig og verið dugleg að hvetja aðra
Guð blessi Ísland. Lengi lifi byltingin!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.