Um samkeppnishæfni islenskra fjármálamarkaða
14.10.2008 | 09:59
Af gefnu tilefni leyfi ég mér að birta hérna úrdrátt úr skýrslu World Economic Forum um alþjóðlega samkeppnishæfni (e. Global Competitiveness Report) 2008-2009, nánar tiltekið Kafla VIII sem fjallar um "vöndun fjármálamarkaða" (e. Financial Market Sophistication). Einkunnir eru á kvarðanum 1 (lægsta) til 7 (hæsta einkunn):
- 8.01 Þróun fjármálamarkaða (e. Financial market sophistication): #28. Ísland 5.7
- 8.02 Aðgengi að hlutafjármörkuðum (e. Financing through local equity market): #42. Ísland 4.8
- 8.03 Aðgengi að lánsfjármagni (e. Ease of access to loans): #18. Ísland 4.6
- 8.04 Framboð fjármagns til áhættufjárfestinga (e. Venture capital availability): #21. Ísland 4.1
- 8.05 Frelsi fjármagnsflæðis (e. Restriction on capital flows): #2. Ísland 6.2 (ATH. hérna gildir að 7 = engar hömlur á fjármagnsflæði! Aðeins í Hong Kong viðgengst meira hömluleysi í fjármagnsflæði.)
- 8.06 Verndun fjárfestinga (e. Strength of investor protection): #50. Ísland 5.3 (Er þetta ekki í misræmi við einkunnina í tölulið 8.05?!)
- 8.07 Traust bankastofnana (e. Soundness of banks): #36. Ísland 6.2
- 8.08 Reglugerðarumhverfi hlutabréfamarkaða (e. Regulation of securities exchanges): #19. Ísland 5.7
- 8.09 Styrkur lagalegra réttinda (e. Legal rights index): #16. Ísland 7 (Þessi einkunn sker sig úr að því leyti að hún er gefin í heilum tölum á bilinu 0-10, við deilum 16. sætinu að þessu sinni með USA, Kanada og Hollandi en einnig Malawai, Botswana, Azerbaijan o.fl.)
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.