O shit! Fullveldisafsal yfirvofandi?

Mér rann bókstaflega kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég las neyðarlögin sem samþykkt voru í gærkvöldi, svo ekki sé minnst á fréttir morgunsins. Um lögin hef ég þetta að segja til að byrja með: Flott hjá ykkur Geir og félagar í alræðinu, að lögleiða svona bara pronto hvernig þið hafið nauðgað allri eðlilegri og lýðræðislegri ákvarðanatöku og aðskilnaði valdastofnana undanfarna daga.

U.þ.b. helmingur laganna snúast að því er virðist á afar sértækan hátt um aðgerðir á borð við þær sem þeir hafa verið að "grípa til" og er að koma í ljós núna að þeir hafa verið að véla um á þessum fundum sínum undanfarið. Þeir eru einfaldlega að lögleiða eigin gjörðir og fría sig þar með allri ábyrgð á gjörningunum. Svo voru lögin keyrð í gegn með slíkum ógnarhraða að þingmönnum gafst varla andrými til að lesa almennilega þessar 5 blaðsíður (frumvarpið sjálft var 10 bls. með athugasemdum), og enn síður að leggja mat á raunverulega þýðingu þeirra og hugsanlegar afleiðingar. Auk heimildar til skuldajöfnunar við upptöku fjármálafyrirtækja ásamt því að Íbúðalánasjóður geti keypt húsnæðislán af bönkunum án samþykkis skuldara, þá felst að öðru leyti í þessum lögum umfangsmikið og fordæmalaust afsal valdheimilda til Fjármálaeftirlits Ríkisins (FME), en skipunarvald til stjórnar þess er í höndum Viðskiptaráðherra (2/3) og Seðlabanka Íslands (1/3).

Jón Sigurðsson Ingimundur Friðriksson

Núverandi stjórn FME er þannig skipuð: Jón Sigurðsson (form.) hagfræðingur og fv. Seðlabankastjóri, Sigríður Thorlacius fyrrum hluthafi í VÍS og eiginkona Árna Kolbeinssonar forseta hæstaréttar, og Ingimundur Friðriksson þjóðhagfræðingur, meðstjórnandi Davíðs Oddssonar í Seðlabanka Íslands.

Jón Sigurðsson er eins og áður segir fyrrverandi Seðlabankastjóri en Ingimundur var einmitt skipaður í hans stað, Jón er einnig fyrrverandi aðalbankastjóri Norræna Fjárfestingarbankans, en á árum áður var hann fastafulltrúi í framkvæmdastjórn Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins (IMF). Þar gegndi Ingimundur arftaki hans í SÍ og nú meðstjórnarmaður í FME líka ábyrgðarstörfum hér áður fyrr, og nú fara þeir tveir allt í einu með meirihlutavald yfir stjórn íslensks fjármálalífs í heild sinni! Ætli atburðarásin sem og framhaldið hafi kannski bara verið ákveðin nú þegar fyrir löngu síðan á lokuðum fundi hjá IMF, ég bara spyr???

Meðfylgjandi eru myndir af þessum herramönnum svo við gætum lært að þekkja þessa nýju drottnara okkar, í peningamálum a.m.k. Mér tókst því miður ekki að finna mynd af Sigríði Thorlacius til að hafa þarna með, mun bæta henni við ef slík mynd kemur í leitirnar en hér má allavegana finna mynd af eiginmanni hennar. Athygli vekur einnig að þarna eru karlmenn ekki bara í meirihluta heldur líka hversu meira áberandi þeir eru, og þetta lið er ekkert síður með "krosstengsl" og dulda hagsmuni en hinir svokölluðu bankamenn og verðbréfapésar ef út í það er farið!

Vonandi er ótti minn um yfirvofandi fullveldisafsal ástæðulaus, en fyrst IMF er kominn í spilið þá hljóta að vera blikur á lofti. Afhverju þegja ráðamenn þunnu hljóði um tilgang og erindi sendinefndar IMF hingað??? Hvað voru útsendarar frá JP Morgan eiginlega að gera á fundum með ráðamönnum á sunnudagskvöldið og afhverju svífur vofa Morgans alltaf yfir vötnum í svona bankakreppum? Eftir fundahöld helgarinnar byrjaði Geir H. Haarde allt í einu að nota samlíkingar við bankakreppuna 1914 frekar en heimskreppuna 1930. Kreppan 1914 var þó ekkert annað en hönnuð atburðarás sem var búin til af J.P. Morgan sjálfum sem tók þá stöðu gegn öðrum bönkum á meðan starfsmenn hans breiddu út (falskan!) orðróm um bága stöðu þeirra, og stórgræddi svo á því í kauphöllinni þegar þeir féllu hver um annan þveran í kjölfarið.

Seðlabanki Bandaríkjanna hafnaði okkur nýverið um gjaldeyrislán í enn annari furðulegri og óvæntri atburðarásinni en á sama tíma kepptust matsfyrirtækin með skrýtnu nöfnin um að lækka matseinkunn landsins, og keppast enn. Svo þegar "líflínan" sem búið er að skapa hér eftirvæntingu eftir loksins berst, hvaðan kemur hún þá? Frá Rússlandi eins og þruma úr heiðskíru lofti! Er kannski nú þegar búið að semja á fundi úti í heimi um yfirtöku Rússa á landinu? Fyrst Pútín sjálfur leggur blessun sína yfir þessa "neyðaraðstoð" þýðir það þá kannski að við munum ásamt Evrópuríkjunum (sem stefna hraðbyri í sömu örlög og við) verða innlimuð í nýtt sovéskt ríkjasamband sem byggt verður á rústum ESB og grunni KGB???

Hugtök eins og "shock & awe", "false flag", "hostile takeover" og "New World Order" koma óneitanlega öll upp í hugann og það læðist að mér illur grunur um það sem í vændum er. Ef búið er "að breyta Íslandi í vogunarsjóð" eins og haldið hefur verið fram erlendis, þá er einfaldlega bara í gangi gamaldags bankaáhlaup á þann sjóð (ásamt fleirum reyndar). Markmið með slíku getur aðeins verið eitt: að keyra bankann/sjóðinn/landið í algert gjaldþrot og kaupa svo upp rústirnar á brunaútsölu (Morgan er nýlega búinn að gera það sama við Bear Stearns!). Almenningur í landinu hlýtur að krefjast afdráttarlausra skýringa á aðkomu þessara aðila með því sem virðist vera þegjandi samþykki íslenskra ráðamanna, en það fást því miður engin haldbær svör um hvað standi til. Þykjast þeir vera að "gæta hagsmuna íslensks almennings" undir þessum kringumstæðum? Ég leyfi mér að efast um það, og hef því flokkað þessa færslu undir "Öryggis- og alþjóðamál" í stað "Viðskipti og fjármál", vonandi get ég fært hana þangað yfir þegar fram líða stundir en í augnablikinu þykir manni ósköp fátt gefa tilefni til mikillar bjartsýni. Ætli Ísland sé nokkuð annað en fyrsti dómínókubburinn sem fellur í yfirvofandi gjaldþrotahrinu vestrænna hagkerfa? Og hvað tekur svo við eftir það?

P.S. Ég er búinn að vera í aðra röndina að spá neyðarlögum og yfirvofandi þjóðargjaldþroti Bandaríkjanna frá því snemma í sumar ef ekki lengur, af þónokkurri sannfæringu þó ég segi sjálfur frá! Tímasetningin í seinasta lagi rétt fyrir kosningar vestanhafs í Nóvember, passaði ágætlega sýnist mér, en því í miður ekki staðsetningin á jarðkúlunni. Í rauninn vonaði ég alltaf að ég hefði rangt fyrir mér en ekki datt mér í hug þá að Ísland yrði á undan í röðinni! Hérna komst ég þó dálítið nálægt því að sjá fyrir það sem nú hefur gerst.

"So long, and thanks for all the fish!" - Douglas Adams, the Hitchhiker's Guide to the Galaxy Pt. IV.


mbl.is Tveir ráðgjafar staddir hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Guðmundur

Ekki er Putin að styðja New World Order, ekki er Putin að heima að við gefum eftir sjáfstæði/fullveldi með aðild að ESB eða ESB- CENTRAL BANKS.

Við höfum ekkert gera inn í ESB þegar að EU Commission tekur allar ákvarðanir og jafnframt hafnar tillögum EU þingsins? Við höfum ekkert að gera inn í ESB. Þegar við getum ekki kosið og/eða sagt upp mönnum sem eru í EU Commission?

Og hvernig verður þetta svo þegar búið verður að sameina öll þessi sambönd þeas: Evrópusambandið (ESB / EU), Afríkusambandið (AU), Asíusambandið ( Asian Union), Suður-Ameríkusambandið (SAU), Mið-Ameríkusambandið (CAU) og Norður-Ameríkusambandið (NAFTA & SPP of North America) undir eina alsherjar alheimsstjórn  "One World Governmet" eða svona  New World Order Tyranny eins og menn eru að tala um? The Real New World Order

 

Ég hef verið spyrja þessa ESB- sinnar hér hvenær þeir ætli að kynna NWO fyrir okkur eða opna upplýsingamiðstöðvar/fræðasetur hér? Og hef ekki fengið nein svör 

Það er ekki það menn eru farnir að sjá hvað er á bak við tjöldin hjá Central Banks elítunni Committee of 300, Rockefeller og Rothschild liðinu. Eða hverjir það eru sem koma til með að stjórna NWO?

 

The New World Order is Here!

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 13:30

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"The Matrix is being pulled away!"

Nú falla leiktjöldin...

Guðmundur Ásgeirsson, 7.10.2008 kl. 13:44

3 Smámynd: halkatla

Frábær grein! Takk fyrir þetta.

halkatla, 7.10.2008 kl. 14:15

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir innlitið AK!

Guðmundur Ásgeirsson, 7.10.2008 kl. 21:28

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og nú erum við komin út í milliríkjadeilu við Breta. Takk kærlega fyrir Davíð og Geir!

Guðmundur Ásgeirsson, 8.10.2008 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband