Scare tactics og mbl
6.10.2008 | 16:43
Í upphafi var fyrirsögn þessarar fréttar "Staða bankanna mjög alvarleg", en skömmu síðar var henni breytt í "Neyðarlög sett í dag". Er einhver að reyna að "skrúfa upp" spennuna kannski? ;)
Ræða Geirs var eins og flest sem frá þeim manni hefur komið undanfarna mánuði: málskrúð en lítið innihald, nema ef eitthvað er þá var kominn hálfgerður stríðstónn í málróminn. Ég mun því ekki tjá mig um hana frekar, bíðum frekar eftir neyðarfrumvarpinu sem boðað var. Vek athygli á að setning neyðarlaga er alls ekkert gamanmál og er gjarnan fyrirboði harkalegri aðgerða af hálfu stjórnvalda en vanalegt er á "friðvænlegri" tímum. Nú ríður á að missa ekki alveg tökin í hendur fasismans. Ef það á að draga einhverja til ábyrgðar í kjölfar þeirrar uppstokkunar sem virðist óhjákvæmileg, þá ætti að sjálfsögðu að byrja á toppnum og gæta þess að þeir sem þar sitja hlaupi ekki af stað eitthvað annað með refsivöndinn. Útiloka þarf DO nú þegar frá frekari þáttöku í störfum á vegum hins opinbera (mín vegna má setja hann strax á ellilaun enda er hann löngu orðinn ær) auk þess verður ríkisstjórnin að fjúka og helst að boða til kosninga sem fyrst. Aðra bankastjóra og verðbréfabraskara má svo setja í gapastokk á Lækjartorgi, almenningi til skemmtunar og háðs.
Minni fólk á að mæta á Austurvöll á miðvikudaginn kl 12:00 til að sýna viljann í verki!
Neyðarlög sett í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.