Gömul frétt

Þetta var ákveðið og frágengið fyrir helgina, og fréttin því orðin gömul þegar hún er loksins birt nú á þriðjudegi. Afhverju Landsbankamenn leyfðu ekki Glitni að rúlla og keyptu hann svo á brunaútsölu er mér hinsvegar hulin ráðgáta. Það hefði að mínu mati verið eðlilegra en að blanda ríkisvaldinu í málið með einhverju asnalegasta hálfkáki við rányrkju sem ég hef orðið vitni að af hálfu valdastéttarinnar. Fyrst það stóð til að þjóðnýta bankann þá hefði átt að gera það 100% og frekar kaupa hluthafana út en að leyfa þeim að halda sínum hlut, þeir hefðu þá getað keypt sig aftur inn seinna í endurnýjað félag eftir að ríkið hefur stokkað reksturinn upp. En þetta er auðvitað að nokkru leyti afturhvarf til stjórnarhátta sem maður hélt að tíðkuðust ekki lengur á vesturlöndum og minna óþægilega mikið á sovéttímann.

Núna bíð ég spenntur eftir að Davíð Oddsson sendi mér hlutabréfin mín í Glitni sem hann keypti í gær fyrir mína hönd og barna minna sem munu að sjálfsögðu þurfa að borga brúsann á kr. 280.000 pr. haus að viðbættum vöxtum og verðbótum. Sem er N.B. talsvert stærri biti á hvert mannsbarn en 700 milljarða $ björgunarpakkinn sem Bandaríkjaþing hafnaði í gærkveldi, en fyrir fimm manna fjölskyldu eru þetta hlutabréf að andvirði samtals 1.4 milljón kr. Arðgreiðslur af því hljóta að verða myndarlegar ef staða bankans er jafn "sterk" og af er látið, miðað við hóflega 10% ávöxtunarkröfu gerir það 140.000 kr. aukatekjur á ári en 210.000 kr. ef við gerum sömu kröfu til ávöxtunar og seðlabankastjórinn sjálfur, sem eru 15%. Gæti það ekki bara orðið prýðileg lausn á skuldavanda heimilana, að láta þau verðmæti sem e.t.v. felast í hlutabréfunum ganga beint til almennings sem á þau? Þeim sem eiga (hlutabréf í) banka eru ýmsir vegir færir sem okkur almúgafólki hefur ekki verið gefinn kostur á hingað til, og nú er fyrsta flokks tækifæri til að jafna það misrétti. Ekki í nafni einhverrar jafnaðarmennsku heldur í nafni frelsis og réttlætis, hugsjóna sem þessir menn þykjast standa fyrir og ég tel að meginhluti kjörfylgis þeirra grundvallist á! Það er eins gott fyrir Davíð og Geir að standa skil á þessu, því annars eiga mega þeir eiga von á að ég sendi innheimtumann fyrir mína hönd til að sækja bréfin, með handafli ef þess gerist þörf enda er það nákvæmlega sá pakki sem þeir eru komnir út í með sínu baktjaldamakki og myrkraverkum í skjóli nætur. Davíð: mundu bara að nota ábyrgðarpóst þegar þú sendir mér bréfin, það virðist fáum vera treystandi núorðið fyrir slíkum pappírsverðmætum, sérstaklega ekki þeim sem klæðast jakkafötum því úr þeim hópi koma stórtækustu ræningjarnir.

Góðar stundir, og ekki hefja byltinguna án mín! Wink


mbl.is Landsbankamenn ræddu við Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband