The Madness of "King" George, the W.

Í tengslum við athugasemd við annað blogg datt mér í hug að safna saman nokkrum áhugaverðum punktum um það í (gráu) gamni hefur verið kallað "The Madness of King George" (The W.), sem gæti útlagst á íslensku sem "Geggjun Gogga". En það snýst um hugmynd sem kom eitt sinn upp vegna mikillar óánægju með George W. Bush, 43. forseta Bandaríkjanna sem er tvímælalaust óvinsælasti leiðtogi þess ágæta lands frá upphafi. Hugmyndin gengur út á það að leggja mat á ýmis vel þekkt persónueinkenni hans út frá greiningarviðmiðum DSM-IV eða "Greiningar- og tölfræðihandbók með upplýsingum um geðraskanir, 4. útgáfa" eins og það gæti útlagst á íslensku, en það er handbók sem notuð er af geðlæknasamtökum vestanhafs til að flokka niður og skilgreina hinar ýmsu geðraskanir fólks, t.d. hvort þessi eða hinn þjáist af vægum geðklofa eða e.t.v. bara persónuleikaröskun og þar fram eftir götunum. Á Wikipedia má finna lýsingu á meinvarpi er nefnist því stórskemmtilega nafni "andfélagsleg persónuleikaröskun" og hef ég hér fengið að láni helstu einkennin skv. áðurnefndum DSM-IV, og skreytt þau með eigin tilsvörum. Ég tek það fram að ég er hvorki læknir né sálfræðingur og sem slíkur algerlega vanhæfur til að framkvæma svona greiningu, ég hvet því lesendur til að mynda sér sínar eigin skoðanir ellegar ráðfæra sig við sinn eigin lækni... ;)

http://en.wikipedia.org/wiki/Antisocial_personality_disorder#Symptoms

Characteristics of people with antisocial personality disorder may include:

  • Persistent lying or stealing (Já! Hann er ásamt öðrum ábyrgur fyrir stóru lyginni um gereyðingarvopnin, og mörgum fleiri...)
  • Recurring difficulties with the law (hmmm? Hann virðist ekki telja sig þurfa að fara eftir þeim, túlkar Genfarsáttmálann eftir eigin höfði og náðar þá sem brjóta lögin ef þeir eru honum hliðhollir, t.d. Lewis "Scooter" Libby og ólöglegar heranir símafyrirtækja svo dæmi séu tekin)
  • Tendency to violate the rights and boundaries of others (Virðir ekki mannréttindi, leggur blessun sína yfir pyntingar og illa meðferð stríðsfanga, eigum við að halda áfram?)
  • Substance abuse (JÁ! Tvímælalaust.)
  • Aggressive, often violent behavior; prone to getting involved in fights (Hef aldrei vitað af honum í slagmálum beinlínis, en "árásargjarn" lýsir þó a.m.k. pólitískum ferli hans ágætlega.)
  • A persistent agitated or depressed feeling (dysphoria) (Á e.t.v. betur við um þjóðina sem er undir stjórn hans, eða allavega meirihluta hennar? ;)
  • Inability to tolerate boredom (ekki vitað)
  • Disregard for the safety of self or others (Nema hvað?)
  • A childhood diagnosis of conduct disorders - this is not a symptom but "a history of" (Þekki það ekki í þessu tilviki.)
  • Lack of remorse, related to hurting others (Já, hann kann sko ekki að skammast sín.)
  • Superficial charm (Matsatriði, en JÁ að mínu mati)
  • Impulsiveness (Maðurinn tekur hiklaust 180 gráðu beygju í miðri setningu!)
  • A sense of extreme entitlement  (Telur sig búa yfir "mikilvægum" upplýsingum sem hann getur því miður ekki deilt með okkur ómerkingunum...  Ekki það nei?)
  • Inability to make or keep friends (No comment! Ég er allavega ekki vinur hans.)
  • Recklessness, impulsivity[5][6] (sjá "impulsiveness")
  • People with a diagnosis of antisocial personality disorder often experience difficulties with authority figures.[7]  (Veit ekki hversu vel það á við mann sem sjálfur er valdníðingur???)

Burtséð frá mínu persónulega áliti á GWB#43, þá liggur það a.m.k. óumdeilanlega fyrir að hann hefur átt við áfengis- og vímuefnavanda að etja, og að hann hefur ítrekað komist í kast við lögin (t.d. í tengslum við Lewis Libby, ólöglegar persónunjósnir í massavís en hann náðaði persónulega þau símafyrirtæki er áttu hlut að máli, slæm meðferð á stríðsföngum sem hann ber persónulega ábyrgð á, brot á alþjóðasáttmálum ekki síst með ólöglegu innrásarstríði gegn öðru fullvalda ríki, og listinn heldur áfram...). Hvað segir það eiginlega um mann sem er forseti í (svokölluðu) lýðræðisríki, ef hann klárlega virðir að vettugi þau lög sem hann er kjörinn til valda samkvæmt? Í mínum huga minnir það helst á orðabókarskilgreiningu á harðstjóra af verstu sort, og hvað svo ef hann er kannski geggjaður í ofanálag?! ;)

Hér eru svo ítarlegri heimildir um "Geggjun Gogga":

http://www2.cruzio.com/~zdino/writings/mentalHealthOfGWBush.htm

http://journals.democraticunderground.com/orleans/50

http://www.serendipity.li/bush/madness.htm

http://psyweb.com/Mdisord/jsp/anpd.jsp

 

P.S. Persónulega hefur mér samt alltaf fundist hann einfaldlega vera með Messíasarkomplex á háu stigi, en bara mesta furða hvað honum tekst vel að leyna því! LoLGrinW00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband