Jafnaðarmennska hefur innreið sína vestanhafs

Nú þykir mér týra! Launaþak á Wall Street?! Ætla íslenskir bankar kannski að sitja fast við sinn keip og halda áfram greiðslu slíkra ofurlauna og kaupauka af stærðargráðum sem enginn lifandi maður getur átt skilið að fá? Ef svo er, og fyrst á að endurskoða þetta fyrirkomulag vestanhafs, þá er Ísland þar með orðið kyndilberi misskiptingar tekna í hinum vestræna heimi! Ég krefst yfirlýsingar frá forsætisráðherra, fjármálaráðherra, seðlabankastjóra og stjórnendum bankanna um þetta mál! (yeah right, ekki eins og fasistar séu vanir að telja sig skulda fólki einhverjar skýringar...;)

 * Breyting: færði þetta úr "viðskipti og fjármál" yfir í "spaugilegt" þar sem það var nú meiningin með færslunni. Grin Þeir sem mig þekkja vita sem er að í brjósti mínu býr engin mannvonska þó húmorinn sé stundum svartur. *


mbl.is Með ofurgreiðslur stjórnenda í sigtinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband