Markmiðinu náð
12.8.2008 | 16:21
Haft er eftir Medvedev forseta Rússlands að "markmiði aðgerðanna hafi verið náð". Sem kemur heim og saman við það að nú er búið að loka öllum flutningsleiðum olíu frá Kaspíahafi nema þeim sem liggja um Rússland (eða Íran), og í Evrópu er jafnvel rætt um að setja neyðarbirgðir af eldsneyti á markað! Saakashvili Georgíuforseti hélt því fram í dag að Rússar hafi gert loftárás á Baku-Supsa leiðslunna eins og ég hélt fram í gær að væri í raun markmiðið, en reyndar fylgir sögunni að árásin kunni að hafa misheppnast. British Petroleum segist ekki vita um tjón á leiðslunni en skrúfuðu samt fyrir hana í morgun "til öryggis", spurning hvort þeir hafi verið varaðir við? En kannski var þetta bara heppileg tilviljun sem gæti þýtt að mögulegar skemmdir á leiðslunni komi ekki í ljós fyrr en seinna. Hvort sem er þá flæðir nú engin olía þarna nema um rússneskar leiðslur og því "markmiðinu náð" (í bili allavega).
BP lokar olíuleiðslu til öryggis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.