Kort af stöðunni
11.8.2008 | 18:38
Hér má sjá kort af stöðunni eins og hún er núna (Google Maps). Framrás Rússa skv. nýjustu fréttum er sýnd með rauðum lit en borgir sem Georgíumen ráða ennþá yfir eru merktar með bláu. Borgin Batumi í sjálfsstjórnarhérraðinu Adjara er merkt með gulu en þar var til ársins 2007 Rússnesk herstöð. Bláa línan táknar svo Baku-Supsa olíuleiðsluna sem British Petroluem rekur en vegna skemmdarverka Kúrdíska verkmanaflokksins á BTC-leiðslunni í Tyrklandi fyrir skömmu þá er þetta núna eina starfhæfa flutningsleiðin fyrir olíu frá Kaspíahafssvæðinu sem ennþá er undir stjórn vestrænna aðila. Frá víglínunni við Senaki eru aðeins 35 km að hafnarborginni Supsa þar sem leiðslan endar, en höfnin þar er ein af stærri olíuflutningamiðstöðvum við Svartahafið. Af þessu korti að dæma held ég að það sé morgunljóst hvað Rússum gengur til, en allar opinberar yfirlýsingar þeirra eru augljóslega hluti af (ó)upplýsingahernaði. Fregnir hafa einnig borist af áköfum árásum á Georgískar vefsíður og meira að segja tölvukerfi vernarmálaráðuneytisins o.fl. en von er á sérfræðingum frá Eistlandi sem koma reynslunni ríkari frá því í vetur til að hjálpa við varnir Georgíu. Vonandi muna þeir bara eftir því að setja skotheld vesti utan um fartölvurnar sínar á leiðinni til Tblisi...
Segja Rússa ráða hluta Georgíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Öryggis- og alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:41 | Facebook
Athugasemdir
Fín færsla hjá þér.
Björn Heiðdal, 13.8.2008 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.