Var þenslan ímyndun ein?

Þenslan á undanförnum árum hefur alls ekki stafað af húsnæðisverði einu og sér eins og fólki hættir e.t.v. til að trúa. Það er ýmislegt fleira sem spilar þar inn í og eitt af því sem er ekki nærri því eins mikið fjallað um er fyrirbæri sem fer eins og eldur í sinu um vestræn hagkerfi og er nokkur nýlunda hérlendis. En það er tilhneiging stjórnmálamanna til að leita logandi ljósi leiða til þess að bókfæra allan fjandann sem "eignir", hvort sem það heitir kvóti, vatnsréttindi, þjóðlendur eða annað. Með því að skrásetja þessa hluti og stimpla á þá verðmiða, gátu þeir svo talið það fram sem eignamyndun í þjóðhagsreikningnum burtséð frá því hvort þessi "nýju" verðmæti féllu í skaut einkaaðila eða hins opinbera. Stækkandi þjóðhagsreikningur gerði þeim svo kleift að prenta sífellt meiri peninga og koma þeim í umferð, sem þjónaði ágætlega hagsmunum fjárfesta og fjármálastofnana, sérstaklega þeim sem voru þá nýlega búnir að kaupa sér einkavæddan ríkisbanka. Fyrir almennt launafólk þýddi þessi aukna seðlaútgáfa hinsvegar á endanum aðeins eitt: verðbólgu, því á bakvið þessar bókhaldskúnstir er engin raunveruleg verðmætaaukning. Á sama tíma hefur t.d. fiskurinn í sjónum haldið áfram að minnka (a.m.k. skv. Hafró) þó svo að "bókfært virði" skráðra aflaheimilda hafi e.t.v. hækkað o.s.frv. Það er einföld formúla að því fleiri krónur sem eru í umferð þeim mun verðminni verður hver króna, raunveruleg kaupmáttaraukning er þess vegna engin eða jafnvel neikvæð eins og fólk er nú farið að finna á eigin skinni. Það eina sem "þandist út" voru nefninlega bara tölur á blaði sem voru hækkaðar með pennastrikum af mönnum í jakkafötum, og eins og alltaf erum það við sauðsvörtu sem borgum brúsann af góðærinu.

(*Upphaflega skrifað sem athugasemd en einnig birt hér til varðveislu með dálitlum lagfæringum*)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband