Á þetta að heita frétt?
31.7.2008 | 11:39
Efnafyrirtækið Ineos heldur að það geti leyst deiluna um eldsneyti vs mat með nýrri tækni sem gerir það kleyft að vinna eldsneyti úr úrgangi.
Íslenska fyrirtækið Metan hf. (stofnað 1999) hefur um margra ára skeið safnað metangasi af sorphaugum Reykvíkinga og selt það af dælu á Bíldshöfða til eldsneytis á bíla og önnur þartilgerð farartæki. Þrjú bílaumboð hafa til lengri eða skemri tíma boðið metanknúna bíla til sölu hér á landi, þar af tvö þeirra enn til þessa dags. Þessi "fréttaflutningur" er því í besta falli villandi, en með 5 mínútna rannsóknarvinnu og án þess að standa upp úr stólnum var auðvelt að slá við þessari þýddu fréttatilkynningu. Skammist ykkar mbl.is þið eruð ekki að vinna (heima)vinnuna ykkar!
Eldsneyti úr úrgangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.