"Plausible deniability"
25.7.2008 | 14:46
Óútskýrt? Þetta hljómar nú meira eins og fréttatilkynning frá áróðursdeild bandaríska varnarmálaráðuneytisins heldur en metnaðarfullur fréttaflutningur. Ætli fréttaskýrandinn hafi kannað í alvöru hvort her eða leyniþjónusta einhvers ríkis hafi staðið á bakvið þetta? Satt að segja þætti mér það ekkert ólíklegra en hvað annað, en kannski var bara planið frá upphafi að þetta yrði "óútskýrt", það er jú oft stíllinn þegar "black-ops" eru annars vegar en Íran er umkringt slíkum aðilum. Hezbollah Sýrlandsmegin, Mossad Ísraelsmegin, Bandaríkjamenn með CIA o.fl. Íraksmegin, FSB (Pútin & co.) og mafían Rússlandsmegin, jafnvel afganskir eiturlyfjasmyglarar o.fl. og allir kæmu þeir hugsanlega til greina án þess að ég vilji fullyrða. Samkvæmt "óháðum" fréttaskeytum (semsagt hvorki Telegraph, Reuters, AP eða neinu slíku) væri það svosem ekkert nýtt heldur hafa þeir verið að standa í svona löguðu frá því a.m.k. fyrr á árinu með stuðningi við einhverja algera minnihlutahópa í Íran. En þegar þessir aðilar eru annars vegar (Íran/UKUSA) þá er svosem sjaldan hægt að slá einhverju föstu útfrá svona fréttaflutningi... þó svo að maður sé ekkert sérstaklega hliðhollur málstað Írana þá er hlutleysið í þessum málum löngu farið fyrir bí.
Óútskýrðar sprengingar í Íran | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.