Hvað sagði ég...?

Sjá færslu frá 7. þessa mánaðar

WWIII í uppsiglingu? - búist við stórtíðindum á tímabilinu fram að kosningum 2008.

Skv. óháðum heimildum (semsagt ekki frá Washington) þá eru nú þegar hafnar leynilegar aðgerðir á landi sem meðal annars felast í hryðjuverkum sem framin eru af svokölluðum andspyrnuhreyfingum gegn klerkastjórninni, en þær eru í raun lítið annað en "sleeper cells" þjálfaðar og fjármagnaðar af Bandaríkjaher. Ekki ósvipuð aðferð og þeir beittu þegar Rússar réðust inn í Afganistan en í stað þess að mæta þeim með eigin her þá var CIA látið senda vopn og peninga, og ekki síst helling af þekkingu í formi þjálfunar til Mujahedin skæruliða sem var stjórnað af leynilegum bandarískum útsendurum. Svo þegar Rússarnir hörfuðu þá varð búnaðurinn og þekkingin að sjálfsögðu eftir í landinu og var seinna notuð til að byggja upp þjálfunarbúðir fyrir Al-Qaeda hryðjuverkamenn sem kom Bandaríkjamönnunum sjálfum í koll eins og þekkt er orðið. Nú virðast fasistarnir ætla að leika sama leik þrátt fyrir að vera reynslunni ríkari... Carlyle Group & co. á líka sennilega eftir að ná methagnaði ef WWIII verður að veruleika hjá þeim. Í nóvember stendur til að skipta um forseta vestanhafs, í fyrsta skipti í yfir 40 ár sem það yrði gert á meðan stríð stendur yfir, en á þessum tímapunkti er hinsvegar því miður fátt sem bendir til þess að það muni ganga eftir!


mbl.is Hernaður gegn Íran í undirbúningi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband