Betri leið...?

Fyrir meira en ári síðan sá ég hugmyndir Línuhönnunar um fyrirkomulag þessara gatnamóta, en þær hlutu blendin viðbrögð fyrst og fremst vegna áhrifa á vatnasvið Elliðaánna. Í kjölfarið fletti ég upp korti af svæðinu með það í huga að skoða hvort ekki væri til betri leið, og viti menn: lausnin blasti við á grasblettinum austan megin við Sprengisand, handan við Reykjanesbrautina þar sem áin sveigir í áttina frá götunni inn að veiðihúsi SVFR. Þarna er blettur sem er nú þegar "manngerður", þ.e. landslagið hefur verið mótað í slétt tún og nokkur tré gróðursett, en nýtist fáum eins og er nema sem útsýni fyrir þá sem þjóta framhjá eftir beygjurampinum til Ártúnsbrekku. Þarna er hinsvegar pláss sem nýta má fyrir umferðarmannvirki, og jafnvel hægt að athafna sig með vinnuvélar við framkvæmdirnar án þess að stofna Elliðaám í mikinn voða. Ég gat ekki losnað við þetta úr höfðinu fyrr en ég hafði teiknað upp mína eigin tillögu að lausn á þessu. Niðurstaðan var hugmynd sem gengur út frá því að umferð á svæðinu muni ekki minnka í bráð en samgöngukerfið þarna er fyrir löngu síðan sprungið. Með því að veita umferðarþyngstu leiðunum í frjálst flæði verði hinsvegar komist hjá því að gegnumakstur um Bústaðahverfi þurfi að aukast, án þess að hefta ferðafrelsi þeirra sem í hverfinu búa eins og sumar aðrar tillögur gera ráð fyrir. Munum að bílaumferð er eins og vatn, leitar alltaf þangað sem mótstaðan er minnst og ef það er of mikið af henni á aðalbrautum þá "flæðir" hún yfir á nærliggjandi stofnbrautir. Íbúar í Bústaðahverfi vilja væntanlega eiga auðvelt með komast til annara borgarhluta og því er lausnin þannig gerð að allar leiðir eru í frjálsu flæði, jafnvel þær sem í dag eru á beygjuljósum. Einnig gerir tillaga mín ráð fyrir að Reykjanesbrautin verði grafin niður eða lækkuð á kafla til þess að brúin yfir hana þurfi ekki að vera eins há og verði minna lýti af henni þarna í útjaðri Elliðaárdalsins.

 Til samanburðar er hér fyrst loftmynd af svæðinu, fengin úr Borgarvefsjánni:

Sprengisandur: Nýleg loftmynd

 Og sama mynd varpað yfir á teikningu, einnig úr Borgarvefsjá:

 Sprengisandur: Skipulag

 Tillagan/hugmyndin mín:

Sprengisandur: Teikning

Samsetning, hugmyndin lögð yfir loftmyndina af svæðinu:

Sprengisandur: Samsett

Eins og sjá má gerir tillagan ráð fyrir að hesthúsin verði látin víkja, en við það og með tilfærslu beygjurampa myndast autt svæði á milli götunnar og neðstu húsa í Byggðarenda og Ásenda. Þetta svæði mætti skipuleggja t.d. sem útivistar/grænt svæði og tengja með göngustíg við hverfið þannig að það nýtist íbúum þess, eða koma þar fyrir bensínstöð svipaðri þeirri sem núna er við hesthúsin.


mbl.is Vilja aukaakrein meðfram Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband