Er F-15 eina þotan sem mbl kann heitið á?

Þetta er í annað sinn á þessu ári sem ég leiðrétti mbl.is fyrir að fara rangt með staðreyndir um þessa ákveðnu tegund herflugvéla (F-15)! Nú er það villa í myndatexta sem fylgir fréttinni, en þoturnar á myndinni eru ekki af tegundinni F-15 Eagle eins og þar stendur, heldur F-22 Raptor. Þessar gerðir eiga fátt sameiginlegt nema að vera orrustuþotur, hafa svipaða lögun og báðar með tvöfaldan stélugga. Ef vel er að gáð sést hinsvegar að á F-22 eru stéluggarnir skásettir um 45° til að draga úr endurvarpi ratsjármerkja ("stealth" tækni). Á F-15 þotum standa þessir uggar hinsvegar lóðréttir upp, hornrétt á skrokk þotunnar. Og hvað sem útlitsatriðum líður er auk þess gríðarmikill tæknilegur munur á þessum tveimur bardagatækjum.


mbl.is Vill vita hvort orrustuvélar muni bera vopn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú segir nokkuð, hvernig væri þá að skoða myndina aðeins betur og þá kemur í ljós að þarna er ein F-15 og ein F-22 eða get ekki betur séð sjálfur, allavega eru þær gjörólíkar :)

Jón Þ. Sig (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 14:24

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tekinn í landhelgi! Ég biðst velvirðingar.

Það leiðréttist hér með að þotan í forgrunni myndarinnar er F-22,  en í bakgrunni er F-15 þota. Í myndatextanum stendur hinsvegar "F-15 orrustuflugvélar" (í fleirtölu). Það má því segja að mbl hafi haft 50% rétt fyrir sér, en ég hafi gengið 50% of langt með leiðréttinguna. Fínt að hafa jafnræði á þessu, ekki satt?

Guðmundur Ásgeirsson, 13.11.2007 kl. 14:48

3 identicon

Alttaf verið að reyna henda einhverju amerísku rusli í þjóðina.

Ef ég ætti að velja orrustuþotur þá myndi ég velja Eurofighter Typhoon vélarnar, miklu betri.

Guðni (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 19:53

4 identicon

Endalaust verið að rúnka sér yfir einhverjum orrustuþotufjöndum... Það hefur reyndar aldrei fengist almennilega úr því skorið hvort Typhoon sé betri en F-22, en amk heldur official heimasíða þeirrar fyrrnefndu því fram að þótt F-22 sé öflugri, þá sé hún á sama tíma töluvert dýrari, dýrari en nemur gæðamuninum á þessum tveim vélum... jæja, nóg blablabla

Þorvaldur S. Björnsson (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband