Leiðrétting: það er F-16
3.9.2007 | 15:09
Það munar kannski "bara einum", en eins og flugáhugamenn vita er munurinn á þessum tveimur vélum talsvert meiri en sem því nemur. F-15 er stór alhliða kennslu/orrustu/sprengjuþota, meira að segja til í tveggja sæta útgáfu, á meðan F-16 er nýrri og miklu tæknivæddari ásamt því að vera talsvert minni og snarpari, nokkurskonar "sportbíll" háloftana ef svo má segja. Hönnun hennar miðast frekar við loftbardaga en sprengjuárásir á skotmörk á jörðu niðri, en eitt af markmiðum við smíði hennar var að standast MiG-þotum Sovétmanna snúning í háloftunum. Meðal athyglisverða staðreynda um F-16 er að henni er ekki stýrt með venjulegu stýri, heldur með stýripinna sem virkar eins og fjarstýring á stjórnfletina. Hún er svo óstöðug á flugi að ef hún hefði ekki tölvubúnað sem sífellt leiðréttir stefnu vélarinnar miðað við stöðu stjórntækjanna, þá væri nánast ómögulegt að fljúga henni, en óstöðugleikinn er einmitt lykillinn að snerpu hennar. Í háloftunum er hún af mörgum talin "banvænust" þeirra véla sem eru sýnilegar á ratsjá, en hún var hönnuð áður en tækni til að dyljast þeim kom fram á sjónarsviðið.
Á F-15 þotu yfir Íslandi í Google Earth | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skemmtilegt söguágrip af F-16! Það er einmitt svona sem þessi bloggheimur á að nýtast.. Gera fréttirnar skemmtilegri. Takk.
Róbert (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 08:20
Þetta er nú ekki allskostar rétt. F-15 þotan var nú upphaflega hönnuð til að vera air superiorety fighter, hlutverk sem hún hefur gegnt með stakri prýði síðustu áratugi ( kill ratio F-15c er 104-0 ) fyrsta flug F-15 þotunnar var ´72 en F-16 þotunnar ´74 svo hún er nú ekki mikið nýrri. Það var ekki fyrr en í Fyrra Írak-stríðinu að usa fór að nota F-15E strike eagle, tveggja sæta vél sem var aðalega hugsuð til landárása, meðan F-15C hefur ekki þann möguleika. Velflestar herflugtvélar í dag eru einnig hannaðar sem tveggja sæta kennsluvélar og þar á meðal F-16. Verð einnar F-16 vélar er um 14.5 millj. usd á móti um 30millj. usd verðmiða á F-15. F-16 er hönnuð sem bæði loft og landárárásar vél. Eða eins og þeir segja " Good at all trades, master at none " Þótt ekki verði um það deilt að hún sé liprari en F-15C þá á hún litla möguleika í hana í loftinu því allur búnaður F-15 vélarinnar er mun fullkomnari, sennilega myndi F-16 vélin verða skotin niður án þess að vita af því að F-15 vél væri á svæðinu. Með Kveðju
Razor, 4.9.2007 kl. 09:25
uh, ok.
Ingi B. Ingason, 5.9.2007 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.