Er einhverra útskýringa þörf?

Er það ekki alveg borðleggjandi hvað er á seyði hérna? Á valdatíma Saddams fjármögnuðu kanarnir kúrdíska uppreisnarmenn og sáu þeim fyrir vopnum, með því markmiði að efla þá í baráttu gegn harðstjóranum sem ofsótti og vildi þar að auki ekki halda áfram að selja olíuna sína í dollurum. Þegar þeir réðust loks inn í Írak voru Kúrdarnir hugsanlega eini vinveitti hópurinn sem mætti þeim, og í dag er svæði þeirra eini friðvænlegi staðurinn í landinu. Bardagarnir í Írak hafa að miklu leyti verið háðir af svona "öryggisverktökum" (les. málaliðum) fyrir hönd bandaríska hersins rétt eins og í Afganistan, og ætti kannski ekki að koma á óvart ef einhverjir þeirra eru Kúrdar. Skrýtið ef Tyrkirnir eru ekki búnir að fatta þetta fyrirkomulag ennþá, en þessi aðferð við stríðrekstur er mjög hentug og hagkvæm, þ.e.a.s. ef manni er hvort eð er skítsama um hluti eins og stríðsglæpi og mannréttindi. Bandaríski herinn getur þá ráðist inn í ríkið, búið þar til nýtt lagaumhverfi sem heimilar áðurnefndum verktökum allan fjandann sem þeim dettur í hug, og svo eru þeir ráðnir til að vinna ýmis "sérverkefni" fyrir innrásarliðið. Hver þessi "sérverkefni" eru skal ósagt látið, en þegar þú ert með bandarískan her og þar með leyniþjónustu á svæðinu, fullt af hryðjuverkamönnum og öðrum ribböldum sem þarf að útrýma, og olíulindir sem þarf að verja með kjafti og klóm, þá þarf aðeins að hugsa til Guantanamo til að ímynda sér hvað þeir eru að fást við þarna utan dóms og laga.
mbl.is Bandarísk vopn í búðum uppreisnarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband