Nýr

Engin önnur en sönggyðjan, mannvitsbrekkan og lífsleiknimeistarinn Jessica Simpsons hefur verið ráðin af bandaríska hernum í starf ímyndar- og markaðsfulltrúa. Með öðrum orðum er verið að segja að hún muni vinna að því að "glamoræza" stríðsrekstur stjórnvalda og draga upp "spennandi" ímynd af starf hermannsins, og mun hún eflaust fá vænar sporslur fyrir bæði undir borðið og yfir. Þetta samstarf hermálayfirvalda og afþreyingariðnaðarins er alls ekki nýtt af nálinni, en strax á fyrstu dögum kvikmyndaveranna í Hollywood áttuðu þeir sig á því hversu áhrifaríkt verkfæri svona "ímyndarstarf" gæti verið til að auka nýliðun fótgönguliða og liðka fyrir opinberu fjármagni. Það er svo frekar kaldhæðnislegt að hugsa til þess að með því að taka þátt í þessu "prógrammi" með hermálayfirvöldum eru viðkomandi Hollywood störnur einmitt að tryggja sig frá herkvaðningu og því að þurfa að sjá alvöru stríðsátök með eigin augum, hvað þá taka þátt í þeim. Þetta hafa fjölmargar stjörnur látið hafa sig út í með misgóðum árangri, en besta dæmið er kannski Elvis heitinn Presley sem var á sínum tíma sendur á herstöð í Þýzkalandi, langt fyrir aftan víglínu þar sem öryggi hans var vel gætt. Eftir að hann sneri heim lék hann svo í kvikmynd og seldi hljómplötur í bílförmum, þar sem hann var sjálfur í hlutverki "góða dátans". Ætli Jessica hafi "pælt" í því að með því að taka þátt í svona löguðu er hún beint og óbeint að hvetja aðdáendur sína til þess að láta senda sig í einhverja eyðimörkina til að berjast fyrir olíu eða einhverjum öðrum jafn kjánalegum amerískum hagsmunum? Þar munu sum þeirra vafalaust skjóta nokkra "ólöglega bardagamenn" eða bara óbreytta borgara, þar sem oftast er illmögulegt að sjá muninn á þessu tvennu, og þau sem á annað borð láta plata sig í þetta eru sennilega hvorki klárustu né gáfuðustu afkvæmin úr sinni sveit, hér er jú átt við einstaklinga sem dýrka Jessicu Simpson alveg í topp! Á endanum verða þessir krakkar heppnir ef þau komast heim aftur áður en þau verða sprengd í loft upp, annaðhvort af andstæðingum eða bara saklausum, örvæntingarfulum fórnarlömbum sem hafa misst allt sitt í átökunum og hafa kannski engu að tapa. Ef þau svo nokkurntímann snúa heim verður enginn þeirra sama manneskjan og fór, og flest þeirra sködduð bæði á líkama og sál, mörg hver varanlega. Já, það er einkennilegt þjóðfélag sem vinnur markvisst að fjölgun öryrkja og bótaþega með þessum hætti, en er svo með með eitt máttlausasta og ósanngjarnasta velferðarkerfi meðal iðnvæddra þjóða fyrr og síðar.

Ég tel að þessi gríðarlegi heilaþvottur um að dráp sé eitthvað sem er kúl, og að það sé varið með stjórnarskránni að hvaða klikkhaus sem er megi kaupa sér morðvopn rétt eins og skyndibita, sé einmitt megin skýringin fyrir því hversu mikið er um ofbeldisglæpi í henni Ameríku. Allir mestu vitleysingarnir og úrhrak þjóðfélagsins eru þjálfaðir til að drepa, sendir út í buskann til að drepa, og þegar þau koma heim aftur eru þau sett út á gaddinn í vonlausu félagslegu umhverfi. Auðvitað fer það í taugarnar á þeim sem fyrir þessu verða, en þá ætti heldur ekki að koma á óvart þó að viðbrögðin séu oft í samræmi við þá bestu (og hugsanlegu einu!) menntun sem þau hafa fengið um ævina, sem er þjálfunin í að drepa!


mbl.is Simpson vill í form
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

þetta er rosalegt , dáldið en aðallega

Paris Hilton er næst, þetta þjóðfélag er sick. 

halkatla, 14.7.2007 kl. 14:02

2 identicon

"Simple Life in Iraq" segir allt sem segja þarf.

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 14:10

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Pelosi aðferðin til að ná friði(Nancy Pelosi = forseti bandaríkjaþings)

Og loka bara augunum :

Forseti USA þings í austurlöndum

Aðferð PLO til að ná sínu fram :

FLJÓTUR !  Ég þarf að ná strætó

Sjálfsvörn hermanns Allah

Ljúkið hinu óréttláta hernámi gyðinga á landi Islaam

Hvenær hefur stríð leyst eitthvað ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.7.2007 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband