Sko, hvað sagði ég ekki!

Samkvæmt þessari yfirlýsingu frá Gogga gæti verið eitthvað að marka getgátur mínar í gær um að í hinum "opinbera" fréttaflutningi af þessu máli felist ákveðin pólitísk skilaboð í aðra röndina. 

„Þetta sýnir aðeins að stríðið gegn þessum öfgamönnum heldur áfram,“ sagði Bush í gær þegar hann beið eftir heimsókn forseta Rússlands. „Þú veist aldrei hvenær þeir gera árás, og ég kann að meta þau sterku viðbrögð sem ríkisstjórn Gordons Browns hefur sýnt tilraunum þessa fólks.“

Ekkert hér sem bendir til neinna stefnubreytinga í UKUSA samstarfinu, og í raun aðdáunarvert hversu samstillt viðbrögðin eru beggja vegna Atlantsála. Það er greinilegt að víglínur eru að skerpast og þeim virðist ekki fækka sem eitthvað fær til að fremja svona hryðjuverk. Því er skiljanlegt að send séu skilaboð um samstöðu gegn þeim.

Skv. nýjustu fréttum varð  sprenging í efnaverksmiðju á NV-Englandi í morgun. Vonandi kemur ekki í ljós að það hafi líka verið hryðjuverk því ef það er rétt þá virðast hertar öryggisráðstafanir ekki vera að bera tilætlaðan árangur og það væri vissulega áhyggjuefni.


mbl.is George Bush ánægður með hörð viðbrögð Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband