Hverjir hafa verðbólguvæntingar?

Þegar vextir eru hækkaðir eða þeim haldið háum er ástæðan fyrir því oft sögð vera miklar "verðbólguvæntingar" en mælingar á þeim væntingum eru gerðar með skoðanakönnunum. Það hlýtur því að vera rannsóknarefni hvers vegna í veröldinni þau sem verða fyrir svörum í slíkum könnum gera sér yfir höfuð væntingar um verðbólgu.

Skilja þau ekki orsakasamhengið á milli svara sinna og vaxtaákvarðana? Kannski þarf að koma þeim í skilning um að þau verði að láta af þeirri sjálfsskaðandi hegðun að segjast hafa væntingar um verðbólgu og kalla með því yfir sig háa vexti.

Sjálfur hef ég aldrei verið beðinn um að taka þátt í könnun á verðbólguvæntingum en þegar þar að kemur er svarið löngu ákveðið: Ég hef væntingar um enga verðbólgu og komið því vinsamlegast skilmerkilega á framfæri við peningastefnunefnd Seðlabankans!


mbl.is Sér ekki fram á lækkun vaxta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi pistill hjá þér Guðmundur, er að mínu mati. akkúrat það sem vantar til að koma í veg fyrir að fólk sé óafvitandi að kalla vaxtaokur yfir sig.  Annars hef ég því miður þá trú að þarna sé helst um að ræða fólk úr atvinnulífinu, sem telur sig hafa vit á efnahagsmálum, sem þarna er að láta "ljós" sitt skína en gerir sér um leið ekki grein fyrir SKAÐANUM sem það veldur heimilunum í landinu og smáum og meðalstórum fyrirtækjum.  Stóru fyrirtækin fjármagna sig ekki hér á landi og því kemur vaxtaokrið hér lítið niður á þeim.......

Jóhann Elíasson, 19.8.2025 kl. 20:03

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef það er í raun verið spyrja aðila sem hafa hagsmuni af háum vöxtum er það ekkert annað en hreinræktuð spilling.

Samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands á hann að vera óháð stöfnun. Hvergi í þeim lögum er nein heimild til að byggja ákvarðanir um peningastefnu á afstöðu hagsmunaaðila. Kannski þarf að skerpa á þeim lögum og kveða skýrt á bann við slíkri háttsemi?

Guðmundur Ásgeirsson, 19.8.2025 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband