Efnislega röng fyrirsögn

Fyrirsögn viðtengdrar fréttar er efnislega röng.

("Sekt fyrir barnakynlífsdúkkur: Kallaði sjálfur til lögreglu")

Reifun niðurstöðu málsins á vef héraðsdóms er svohljóðandi:

Karlmaður var sakfelldur fyrir framleiðslu, öflun og vörslur á þremur ljósmyndum sem sýndu annars vegar tölvugert "barn" og hins vegar raunverulegt barn á kynferðislegan hátt og gerð 100.000 króna fésektarrefsing. Ákærði var á hinn bóginn sýknaður af stærstum hluta sakarefnis, sem laut að myndatöku af kynlífsdúkkum.

Með öðrum orðum var ákærða ekki gerð nein sekt fyrir svokallaðar "barnakynlífsdúkkur" eins og er ranglega fullyrt í fyrirsögninni. Hann var ekki einu sinni ákærður fyrir dúkkurnar sjálfar eða eins og er vitnað í forsendur dómsins í fréttinni sjálfri:

„Þykir í því sam­bandi rétt að árétta að mál­sókn ákæru­valds­ins er hvorki á því reist að ákærða hafi verið óheim­ilt að flytja minni kyn­lífs­dúkk­urn­ar tvær til Íslands held­ur að hon­um sé eða hafi verið óheim­ilt að hafa kyn­ferðis­legt sam­neyti við þær að vild á eig­in heim­ili.

Þannig lýt­ur meint, refsi­verð hátt­semi sam­kvæmt 1. og 2. ákæru­lið ein­göngu að því að ákærða hafi verið óheim­ilt að fram­leiða og hafa í sín­um vörsl­um ljós­mynd­ir sem sýna dúkk­urn­ar tvær á kyn­ferðis­leg­an hátt. ..."

Með öðrum orðum var maðurinn eingöngu ákærður fyrir að taka og varðveita ljósmyndir af þessum tilteknu dúkkum sem sýndu þær á kynferðislegan hátt, en dómurinn sýknaði hann af því eins og er einnig vikið að í fréttinni sbr. eftirfarandi hluta af forsendum dómsins:

"...er það niðurstaða dómsins að ákærði hafi hvorki mátt vita né getað séð fyrir með einhverri vissu að það varði refsingu samkvæmt 4. mgr. 210. gr. a. að taka og hafa í vörslum þær ljósmynd ir sem ákært er fyrir í 1. og 2. tölulið ákæru. Ber þegar af þeirri ástæðu að sýkna ákærða af þeim ákæruliðum."

Það sem ákærði vær dæmdur sekur fyrir hafði ekkert með dúkkurnar að gera, heldur þrjár ljósmyndir sem fundust á tölvu hans. Tvær þeirra sýndu "barnungu" gervigreindarstúlkuna „Lolita“ á kynferðislegan hátt (að mati dómsins) og ein þeirra sýndi höfuð á ungri stúlku, augljóslega undir 18 ára aldri (að mati dómsins) við kynferðislegar athafnir.

Þetta er vissulega skringilegt og að hluta til ógeðfellt mál, ekki síst vegna hins raunverulega barnakláms. Það gerir aftur á móti lítið úr alvarleika þess að því sé ranglega slegið upp sem smellubeitu eða einhverskonar gríni í fyrirsögninni að ákærði hafi verið sektaður fyrir "barnakynlífsdúkkur" þegar það á sér enga stoð í staðreyndum málsins.

Hvað þann hluta málsins varðar er niðurstaða dómsins sú að það er ekkert ólöglegt við að eiga kynlífsdúkkur og hafa þær til einkanota, ekki frekar en önnur kynlífshjálpartæki.

Svo má þess líka geta að seinni hluti fyrirsagnarinnar er einnig villandi þar sem hann setur það ranglega í samhengi við kynlífsdúkkurnar ákærði hafi sjálfur kallað til lögreglu. Það hafði ekkert með dúkkurnar að gera heldur hafði hann hringt í lögreglu og tilkynnt um mögulegt innbrot í íbúð sína vegna þess að öryggiskerfi hafði farið í gang og hann óttaðist að einhver væri þar inni.

Lögregla kom á staðinn og sá hvernig var umhorfs en aðhafðist ekkert frekar þar sem íbúðin reyndist mannlaus. Það var ekki fyrr en lögregluþjónarnir komu aftur á lögreglustöð og tilkynntu um aðstæður á heimili ákærða sem þeir voru sendir aftur á staðinn til að handtaka hann fyrir "barnakynlífsdúkkurnar" sem hann var svo að endingu sýknaður af því að hafa brotið nokkuð af sér með.

Við húsleit í kjölfarið var tölva ákærða haldlögð og á henni fundust myndirnar þrjár sem honum var að endingu gerð sekt fyrir. Fram að því hafði engan grunað hann um annað en að eiga dúkkur sem reyndust löglegar og má því segja að hið raunverulega saknæma efni hafi uppgötvast fyrir tilviljun.


mbl.is Sekt fyrir barnakynlífsdúkkur: Kallaði sjálfur til lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband