Leiga á móti leigu er skattfrjáls

Í viðtengdri grein er svarað spurningu frá lífeyrisþega sem fer erlendis á vet­urna og spyr hvort hann geti leigt íbúðina sína út á meðan án þess að fá skerðing­ar?

Eins og er réttilega bent á í svarinu teljast leigutekjur til fjármagnstekna og sem slíkar skerða þær því bætur almannatrygginga (en ekki greiðslur frá lífeyrissjóðum). Aftur á móti er skattur á slíkar tekjur mun lægri (11% með 300.000 kr. frítekjumarki) en launaskatturinn sem er lagður á bæturnar (um 37%) og þess vegna borgar sig líklega fyrir viðkomandi að leigja íbúðina út þrátt fyrir skerðingu bóta.

Við þetta má svo bæta að ef maður hefur tekjur af útleigu íbúðarhúsnæði sem hann hafði til eigin nota og sem fellur undir húsaleigulög og greiðir á sama tíma leigugjöld vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota, er heimilt að draga leigugjöldin frá leigutekjum. Þetta er kallað "leiga á móti leigu".

Ef fyrirspyrjandinn leigir húsnæði erlendis á meðan hann dvelst þar á veturna gæti hann því dregið þær leigugreiðslur frá leigutekjum af íbúð hans á Íslandi og þannig lækkað skattgreiðslur sínar enn meira. Ef leigan erlendis er jafn há eða hærri en leigutekjurnar af íbúðinni á Íslandi gæti hann jafnvel ekki þurft að greiða neinn skatt af leigutekjunum.

Frádráttur vegna leigu erlendis reiknast miðað við meðalkaupgengi á leigutímanum.

Sjá nánar hér: Leigutekjur | Skatturinn - skattar og gjöld


mbl.is Má lífeyrisþegi leigja út íbúðina án þess að tekjur skerðist?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband