Öxl er ekki hendi í knattspyrnu

Viðtengd frétt fjallar um athyglisvert mál sem kom í sumar til kasta úrskurðarnefndar vátryggingarmála þar sem var deilt um hvort öxl manns teldist vera hluti handleggsins og þar með útlimur eða hluti af búknum. Eins og háttaði til í málinu hefði trygging mannsins nefnilega aðeins bætt fyrir meiðsli á útlim en ekki búk.

Segja má að viss klofningur hafi orðið í málinu. Ekki innan nefndarinnar heldur í skilningi hennar á sjálfri öxlinni. Nefndinni tókst nefnilega einhvern veginn að kljúfa öxlina í tvo hluta og líta svo á að annar þeirra tilheyrði búknum en hinn handleggnum.

Niðurstaðan varð þó hinum slasaða í hag þar hann hafði einmitt hlotið meiðsli á þeim hluta axlarinnar sem nefndin taldi vera hluta af handleggnum en ekki búknum og honum voru því úrskurðaðar bætur fyrir meiðsli á útlim.

Bótaréttur vegna líkamstjóns er eitt en knattspyrna er annað og þar eru reglurnar um hendi nokkuð skýrar: Handleggurinn byrjar þar sem ermin á leikbúningnum endar sem er klárlega fyrir neðan öxlina. Það er því ekki leikbrot að snerta knöttinn með öxl.

Aftur á móti hafa oft komið upp tilvik þar sem knötturinn hefur lent í upphandleggsvöðva leikmanns og á honum miðjum endar einmitt skyrtuermin (hjá flestum).

Ég vona því að enginn knattspyrnudómari muni lesa þennan úrskurð og fara svo að reyna að sundurliða upphandleggsvöðva leikmanna!


mbl.is Tilheyrir öxlin handleggnum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband