Til hamingju með daginn!
28.1.2023 | 20:05
Í dag eru liðin tíu ár frá glæstum sigri Íslands í Icesave málinu fyrir EFTA-dómstólnum.
Enn eru að koma fram nýjar upplýsingar um málið, en þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson sem þá var Forseti Íslands í viðtali við RÚV í tilefni dagsins:
"En ég vil líka geta þess, sem ég hef aldrei sagt frá opinberlega áður, að ég átti svo nokkrum mánuðum seinna ágætis samræður við forseta EFTA-dómstólsins, þar sem hann tjáði mér að bæði hann og aðrir dómarar hefðu verið undir miklum þrýstingi, óeðlilegum þrýstingi, frá Evrópusambandinu og þessum tveimur löndum til þess að fella annan úrskurð."
Með öðrum orðum reyndi ESB að beita dómara við alþjóðadómstól miklum og óeðlilegum þrýstingi til að halla réttu máli og dæma eftir ólögmætum vilja sambandsins.
Þetta er ekki síst merkilegt í ljósi þess að ESB hefur aldrei viðurkennt niðurstöðu dómsins og hefur jafnvel allt fram til þessa dags haldið því fram opinberlega að ríkisábyrgð sé á innstæðutryggingum, í algjöru trássi við þveröfuga niðurstöðu málsins.
Það eru til hugtök yfir samtök sem reyna að beita dómara þrýstingi til að fella rangláta dóma þeim í hag og virða svo að vettugi niðurstöður dómstóla ef þær eru þeim í óhag.
Ótrúlegt en satt fyrirfinnst enn fólk hér á landi sem vill að Ísland gangi í þessi samtök.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, IceSave, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:06 | Facebook
Athugasemdir
Þakka fyrir að minna okkur á daginn þegar bankarnir voru teknir niður. Forsetinn stóð sig vel með sína miklu reynslu, lærdóm og atgervi.
Ekki var kallinn með skeggið lengi að fylla allt af ferðamönnum til að bæta fjárhaginn.
Nú kinnum við - Tveggja raufa tilrauninaVið leitumst við að skilja, The two-slot experiment - og svo nýtt betra bankakerfi.
Við leitumst við að skilja og fella tjaldið á milli næstu heima.
Gangi þér allt í haginn.
Egilsstaðir, 28.01.2023 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 28.1.2023 kl. 21:45
Ótrúlegt en satt.
Takk fyrir góðan pistil Guðmundur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.1.2023 kl. 13:06
Þakka þér Guðmundur fyrir þessa upprifjun
Tómas Ibsen Halldórsson, 29.1.2023 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.